Laugardagur 24. febrúar, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Kristrún harðorð vegna skerðingar vaxtabóta: Fimm þúsund heimilum hent úr kerfinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ríkisstjórnin er að henda 5000 heimilum út úr vaxtabótakerfinu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, í óundrbúnum fyrirspurnum á Alþingi þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sat fyrir svörum.

Kristrún var harðorð og spurði ráðherrann hvort kæmi til greina hjá innviðaráðherra að samþykkja breytingartillögu frá Samfylkingunni sem myndi tryggja að húsnæðisbætur og vaxtabætur lækkuðu ekki á milli ára.  Sigurður Ingi svaraði fullum hálsi og taldi Samfylkinguna auka á eftirspurn eftir hærri bótum.

„Leiðir háttvirts þingmanns og hennar flokks hafa gjarnan verið að hækka bætur endalaust, sem er eftirspurnarhvetjandi, sem býr til meiri þörf fyrir enn meiri bætur og er í raun og veru ekki lausnin á vandamálinu,“ sagði Sigurður Ingi og taldi að fólk muni ráða við þá greiðslubyrði sem það er með en þurfi ekki að lifa á bótum og bótahugsun frá ríkinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -