Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á von á sínu öðru barni innan skamms.
Hún segir að „barnið er væntanlegt á næstu dögum og ég er komin í fæðingarorlof!“
Bætir við:

„Verð fyrst um sinn frá næstu 3 mánuði með varamann á þingi. Vonast til að taka þátt í þingstörfum í maí/júní og taka svo restina af orlofinu út sumarið. Spilum þetta bara eftir eyranu hér á Háaleitisbrautinni, eins og svo margt annað, og eins og á svo mörgum heimilum.“
Eins og við mátti búast er tilhlökkunin mikil hjá Kristrúnu og fjölskyldu hennar – og sjálf ætlar Kristrún að „fylgjast áfram með þjóðfélagsumræðunni – öflugt fólk í flokknum heldur vel á spöðunum næstu vikurnar og spennandi vinna í gangi í flokknum sem við hlökkum til að kynna fljótlega!“