Sunnudagur 5. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Kristrún lætur karla ekki stjórna sér: „Getur verið vandmeðfarið að búa yfir miklu sjálfstrausti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Samfylkingarinnar – Kristrún Frostadóttir – segist hafa verið með rólegri börnum í æsku.

Kristrún segir tilviljanir hafa skipt hana miklu máli í lífinu; segir það oft geta verið vandmeðfarið að búa yfir miklu sjálfstrausti.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Kristrún lét gamminn geysa.

Kristrún segir samskipti skipta svo miklu máli, en hún segist hafa heyrt af sér sögur um að hún láti eldri karlmenn stjórna sér í starfi:

„Ég tala við allskonar fólk og þvert á stjórnmálaflokka. En ég hef alveg heyrt þessar sögur, að það sé einhver á bakvið mig og þetta eiga aðallega að vera eldri karlmenn sem eru að stýra mér. Það þykir rosalega vinsæl kenning, sem er auðvitað bara hlægilegt,“ segir hún og bætir við:

„Ég auðvitað leita mér ráða hjá reynslumiklu fólki en það er alveg þvert á hið pólitíska landslag og það er líka bara þvert á aldur, og kyn og reynslu og allt þetta. Þú auðvitað bara tekur inn allskonar upplýsingar; en í lok dags þá tekur maður ákvörðun sjálfur á eigin forsendum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -