Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Kuldinn í Reykjavík í desember svipaður og árið 1916

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýliðinn des­em­ber var sá kald­asti des­em­ber­mánuður hér á land­i síðan árið 1973, eða í næst­um hálfa öld; var meðal­hiti í byggðum lands­ins -4,0 stig.

Í Reykja­vík hef­ur des­em­bermánuður ekki verið eins kald­ur í rúma 100 öld, en des­em­ber­mánuður árið 1916, var svipað kald­ur og nú, að sögn Veður­stof­u Íslands.

Mánuður­inn var átt­undi kald­asti des­em­ber­mánuður á landsvísu frá byrjun mæl­inga; þurrt var um mest landið; víða mæld­ist des­em­berúr­kom­an sú minnsta sem mælst hef­ur í ára­tugi.

Kemur fram að í Reykja­vík var meðal­hit­inn í des­em­ber -3,9 stig, sem er 4,7 stig­um und­ir meðallagi ár­anna 1991 til 2020, en 4,9 stig­um und­ir meðallagi síðustu tíu ára.

Meðal­hiti des­em­ber­mánaðar hef­ur einungis þris­var sinn­um verið lægri í Reykja­vík; en það gerðist árin 1878, 1886 og 1880.

Í höfuðstað Norðurlands, Ak­ur­eyri, var meðal­hit­inn -5,3 stig, eða 4,7 stig­um und­ir meðallagi ár­anna 1991 til 2020, en hins vegar 4,6 stig­um und­ir meðallagi síðustu tíu ára.

- Auglýsing -

Þetta var í það heila sjö­undi kald­asti des­em­ber­mánuður frá upp­hafi mæl­inga á Ak­ur­eyri; sá kald­asti síðan árið 1973.

Desembermánuður­inn var sá kald­asti frá upp­hafi mæl­inga á Hvera­völl­um; meðal­hit­inn var -10,5 stig, en mæl­ing­ar hóf­ust þar árið 1965.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -