Mánudagur 24. júní, 2024
10.1 C
Reykjavik

Kynlíf, morð og hryllingur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við sitjum límd yfir þessum þáttum.

1. The Good Place er bráðfyndin gamanþáttaröð sem fjallar um Elenor Shellstrop sem fer yfir móðuna miklu og vaknar upp í The Good Place eða á Góða staðnum, sæluræt ætluðum þeim sem hafa gert óteljandi góðverk í lifandi lífi. Vandamálið er hins vegar að Elenor er vægast sagt sjálfselsk kona sem á engan heiður að þeim góðverkum sem henni hafa verið eignuð og er vera hennar á Góða staðnum þ.a.l. á misskilningi byggð. Elenor gerir því allt til að halda blekkingunni á lofti, því komist svikin upp verður hún umsvifalaust send á „Vonda staðinn“.

2. Í drungalegri framtíð þar sem menn hafa numið land á tunglinu, Mars og ýmsum smástirnum, dragast fimm einstaklingar, sem ekki þekkjast innbyrðis, inn í spennandi svaðilför um sólkerfið (með nokkrum mögnuðum kúvendingum). The Expanse eru þættir sem sannir aðdá-endur vísindaskáldskapar ættu ekki að láta framhjá sér fara því hér sameinast flottar tækni-brellur, fínt handrit og spennuþrungin atburðarás – allt sem gerir geimþætti að góðri skemmtun.

3. The Alienist eru spennuþrungnir krimmaþættir sem gerast í í New York árið 1896 og segja frá Dr. Laszlo Kreizler, sálfræðingi með djúpa og óvenjulega innsýn í sálarlíf afbrotamanna, sem blandast inn í morðmál þar sem illa útleikið lík ungs drengs finnst á byggingarvæði nýrrar brúar yfir Hudson-fljótið. Það hvernig skilið var við líkið minnir Laszlo strax á annað morðmál sem hann kom einnig að og því vaknar sú spurning hvort raðmorðingi geti verið að verki.

- Auglýsing -

4. Eflaust muna margir eftir bandarísku raunveruleikaþáttunum Queer Eyes for the Straight Guy sem nutu mikilla vinsælda þegar þeir voru sýndir í sjónvarpi á árunum 2003-2007, en þeir fjölluðu um fimm homma sem tóku gagnkynhneigða karla upp á arma sína og gerbreyttu lífi þeirra með ráðleggingum í fatavali, eldamennsku, innanhússhönnun og fleiru. Nú hafa þættirnir verið endurvaktir með þeim breytingum að hinir fimm fræknu heimsækja staði sem eru alræmdir fyrir fordóma gegn hinsegin fólki og í þetta sinn reyna þeir að greina og skilja ástæðurnar fyrir vansæld og hirðuleysi mannanna sem þeir hjálpa.

Fyrirtaks skemmtun, ekki bara fyrir þá sem hafa áhuga á lífsstílsþáttum heldur þá sem kjósa uppbyggilegt sjónvarpsefni.

5. Ef þú átt eftir að sjá Happy Valley þá ættirðu endilega kíkja á þá því hér eru á ferð einstaklega vel skrifaðir og leiknir breskir sakamálaþættir. Þeir gerast í samnefndum enskum smábæ sem hefur farið illa út úr eiturlyfjafaraldri og fjalla um viðureign hinnar harðskeyttu, snjöllu og lífsþreyttu lögreglukonu Catherine Cawood við alls kyns illþýði. Sarah Lancaster vann til Bafta-verðlauna fyrir leik sinn enda fer hún hreinlega á kostum í titilhlutverkinu. Von er á 3. seríu.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -