Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Læknaleysi í Snæfellsbæ: „Það er draumurinn að þú sért með þinn heimilislækni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í einn og hálfan mánuð hafa íbúar í Snæfellsbæ búið við mikla óvissu um hvort hægt sé að leita til læknis í heimabyggð.

Segir bæjarstjóri von á bættri og meiri þjónustu eftir áramót, en sumir íbúar hafa orðið að keyra alla leið til Reykjavíkur til að komast til læknis, eins og fram kemur á ruv.is.

Kemur fram að í haust var bæjaryfirvöldum í Snæfellsbæ sagt frá því að ekki næðist að manna vaktir læknis á heilsugæslustöðinni á Ólafsvík; þangað hafa læknar komið frá höfuðborgarsvæðinu og unnið tvær vikur í senn.

Talið var að þjónustan yrði skert um fjögurra vikna tímabil, en nú eru vikurnar orðnar sex:

„Þetta er náttúrulega bagalegt að geta ekki leitað til læknis ef það þarf á læknisþjónustu að halda. Ef eitthvað alvarlegt kemur upp, þó við höfum frábært heilbrigðisstarfsfólk hérna hjá okkur á heilsugæslustöðinnisem er að reyna sitt besta, þurfum náttúrulega að hafa líka lækni til að bregðast við ef það kemur upp alvarlegt ástand,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ.

Kristinn segist vita til þess að veikt fólk hafi orðið að keyra 200 hundruð kílómetra leið til Reykjavíkur til þess eins að komast til læknis; bæjarstjórinn segir sveitarfélögin á Snæfellsnesi alfarið sammála um að breytinga sé þörf:

- Auglýsing -

„Það er draumurinn að þú sért bara með þinn heimilislækni og þú getir sótt þjónustu til hans. Ég held að það sé það sem allir vilja.“

Ríkið hefur lofað bættri þjónustu við svæðið eftir áramót:

„Það er náttúrulega komið fram á þennan árstíma þar sem það er ekkert víst að það berist bjargir vegna þess að það getur orðið ófært. Þannig þetta er náttúrulega langversti tími ársins til að vera með stöðuna eins og hún er núna,“ sagði Kristinn bæjarstjóri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -