Þriðjudagur 23. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Lambalærið er helmingi dýrara í Heimkaup en í Bónus

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matarboðið er 54 prósent dýrara í Heimkaup en í Bónus og Krónunni. Þetta kemur fram í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem var framkvæmd þann 15. febrúar síðastliðinn.

Verðlagseftirlitið setti saman vörulista með vörum sem þyrfti að kaupa til að halda matarboð þar sem boðið væri upp á lambalæri með sósu, kartöflugratíni og salati. Í forrétt væri rækjukokteill og eplapæ í eftirrétt. Lægsta kílóverð fáanlegt af hverri vöru í verslununum var skráð og til að auðvelda verðsamanburð var gert ráð fyrir að jafn mikið magn væri keypt í öllum verslununum. Í raunveruleikanum eru þó stærðir á pakkningum ólíkar sem hefði áhrif á verð vörukörfunnar en þá yrði afgangur af sumum þeirra vara sem keyptar yrðu inn, sem væri hægt að nýta seinna. 

Nú var meiri munur á verði milli verslana en áður en í þetta skiptið var áhersla lögð á að bera saman lægsta kílóverð á vörum.

Meðalverð á 113 vörutegundum var lægst í Bónus, að meðaltali 6 prósent frá lægsta verði en hæst í Iceland, að meðaltali 54 prósent frá lægsta verði. Í um helmingi tilfella var yfir 60 prósent munur á hæsta og lægsta verði eða í 57 tilfellum af 113 og þar af var yfir 100% munur á hæsta og lægsta verði í 32 tilfellum.   

Krónan og Bónus voru með lægsta meðalverðið á matarkörfunni. Lægsta verð á matarkörfunni er það verð sem fæst með að leggja saman verð á þeim vörum sem ódýrastar voru, burtséð frá því hvar þær fengust og til að fá það verð þyrfti að fara í margar verslanir.  

Nettó var að meðaltali 17 prósent frá lægsta verði, Hagkaup og Kjörbúðin 28 prósent frá lægsta verði og Fjarðarkaup 32 prósent. Heimkaup var með hæsta verðið á matarkörfunni sem var að meðaltali 60 prósent frá lægsta verði og Iceland var með næsthæsta verðið, að meðaltali 40 prósent frá lægsta verði. Bónus var oftast með lægsta verðið á vörum í vörukörfunni, á 15 vörum af 25 en Heimkaup var oftast með hæsta verðið, á 15 vörum.  

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -