Þriðjudagur 23. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Landhelgisgæslan sótti veikan hermann við erfiðar aðstæður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þyrla á vegum Landhelgisgæslunnar sótti í gær veikan skipverja í kanadísku herskipi austan af landinu, nánar tiltekið rúmar tuttugu sjómílur austur af Vattarnesi.

Á heimasíðu Landhelgisgæslunnar segir að skipið hafi verið í hefðbundinni siglingu austur af landinu þegar stjórnstöð gæslunnar barst beiðni um aðstoð vegna veiks skipverja.

Sjúklingurinn var hífður um borð þegar skipið var um 5 sjómílur undan landi. Aðstæður til hífinga voru nokkuð strembnar.

Mikil þoka var á svæðinu og skyggni því lélegt en hífingarnar tókust með hreinum ágætum enda vanir menn þarna á ferð og var skipverjinn fluttur undir læknishendur í Reykjavík.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -