Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Landsliðsþjálfari kvenna birti fjölda ósmekklegra myndabrandara

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, Benedikt Rúnar Guðmundsson, birti ósmekklega myndabrandara (e.memes) á samfélagsmiðli sínum í fyrra. Leikmenn liðsins voru nokkrir ósáttir með myndbirtingar þjálfara síns, sem sumar þóttu sýna fyrirlitningu í garð kvenna, og kvörtuðu til Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ.

Í samtali við Mannlíf staðfesti Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að sumir myndabrandaranna hafi verið á gráu svæði og staðfesti einnig að leikmenn hefðu leitað til sambandsins með myndirnar sem Benedikt þjálfari birti á netinu. Þegar samgöngutakmarkanir voru hvað harðast í fyrra vegna Covid-19 birti hann um 180 slíka myndabrandara.

Hannes segir hins vegar að aðeins lítið brot myndabrandaranna voru metnir ósmekklegir,  sem gætu flokkast undir myndir sem sýna kvenfyrirlitningu. Tveir myndabrandaranna reyndust falsaðir og ekki settir fram af Benedikt, var sú fölsun tilkynnt til lögreglu. Þá tók Hannes fram að myndabrandararnir hafi allir verið erlendir og tengdust ekki leikmönnum liðsins á neinn hátt.

Boðað til fundar

Stjórn KKÍ boðaði í kjölfar kvartana leikmanna til fundar með öllu landsliðinu og þjálfara þeirra einnig. Var þar málið rætt og samkvæmt Hannesi náðust fullar sættir á fundinum. Hannes vildi í samtali við blaðamann, að það kæmi fram að aldrei hafi málið verið neitt leyndarmál, margir hafi vitað af því þó fjölmiðlar hafi ekki fjallað um það.

Í fyrra sagði þjálfari kvennalandsliðins í knattspyrnu, Jón Þór Hauksson, af sér sem þjálfari liðsins í kjölfar hneykslismáls. Hann viðurkenndi að hafa drukkið of mikið og farið yfir strikið í samtölum við ákveðna leikmenn liðsins, í fögnuði í Ungverjalandi, eftir að liðið vann sér rétt til þátttöku á EM.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -