Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Landsmenn búast við verri fjárhag á nýju ári – Sjálfstæðismenn virðast hafa það best

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ný könnun Prósents sýnir að um fjórðungur landsmanna býst við verri fjárhagslegri stöðu heimilisins árið 2023 saman borið við það síðasta. Þá telja 33 prósent fjárhaginn verða betri á nýju ári en flestir búast við að staða þeirra verði óbreytt, eða 43 prósent.

Sex prósent eru afar bjartsýnir og telja fjárhag á nýju ári verða miklu betri en á því síðasta en önnur sex prósent telja fjárhagsstöðu verða miklu verri. Fréttablaðið fjallaði um málið í dag en samkvæmt niðurstöðu úr annarri sambærilegri könnun á vegum Prósents má ætla að fjárhagsörðuleikar heimilanna hafi aukist töluvert frá því í ágúst. Aldur virðist spila inn í von um betri fjárhag en fimmtíu prósent fólks á aldrinum 25 til 34 ára býst við betri fjárhag á nýju ári. Hjá þeim sem eru 65 ára og eldri búast aðeins ellefu prósent við því sama. Aðeins 23 prósent Sjálfstæðismanna eiga í erfiðleikum með að ná endum saman, samanborið við 63 prósent kjósenda Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Bjartsýnastir eru Píratar en tæplega 50 prósent þeirra telja að árið 2023 verði fjárhagslegra betra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -