Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Langdýrast að versla í Krambúðinni – Ein króna skilur að lágvörubúðir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf tók saman matarkörfu í Krónunni, Bónus, Nettó og Krambúðinni. Dýrust var karfan í Krambúðinni eða 6449 krónur en ódýrust í Bónus 4712 krónur. Munurinn er 37 prósent þar sem Krambúðin er dýrari.

Mestur var munurinn á Grískri jógúrt frá MS 350 gr en þar var Krambúðin 64 prósent dýrari en Bónus. Töluverður munur var einnig á Colombia kaffi frá Te&Kaffi en þar kaffið 45 prósent dýrara í Krambúðinni en í Bónus. Alls voru bornar saman 11 vörutegundir.

Mannlíf hefur áður fjallað um krónusamráð milli Bónuss og Krónunnar. Nú kemur á daginn að Nettó blandar sér í slaginn og heldur verði sínu, friðsamlega, einni krónu fyrir ofan Krónuna. Þetta er þó ekki algilt í veðlagningu en þó mjög áberandi.  Til dæmis kostar Floridana Heilsusafi 249 krónur í Bónus, 250 krónur  í Krónunni og 251 krónur í Nettó. Eins kostar Kornax hveiti 2kg 397 krónur í Bónus, 398 krónur í Krónunni og 399 krónur í Nettó. Samkeppnin er því ekki mikil þar sem litið er til þessara vöruflokka.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -