Verkfallsboðunin sem samninganefnd Eflingar samþykkti mun ná til um 500 hundruð starfsmanna Berjaya Hotels, áður Icelandair Hotels, sem og 70 vörubílstjóra hjá Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi.

Samtök atvinnulífsins, með Halldór Benjamín Þorbergsson í broddi fylkingar, hafa kært verkfallsboðunina til Félagsdóms og telja hana ólögmæta, þar sem miðlunartillagan hafi verið lögð fram af hálfu ríkissáttasemjara; segja óheimilt að boða og hrinda í framkvæmd vinnustöðvun á sama tíma og hún sé í kynningu og atkvæðagreiðslu.
Lára V. Júlíusdóttir er lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti; hún segir í samtali við ruv.is að þetta geti geti orkað tvímælis:
„Ég ætla ekki að tjá mig um það nákvæmlega hvaða ákvæði það eru sem geta leitt til þess að þetta orki verulega tvímælis, en það verður verulega áhugavert að fylgjast með því máli í félagsdómi.“
Lára segir að miðlunartillagan sé í samræmi við lög:
„Það er það sem ég ekki man eftir er að það hafi þurft að fara þessa dómstólaleið og fara til sýslumanns svo hægt sé að fá þessi gögn svo hægt sé að framkvæma atkvæðagreiðsluna.“
Fari svo að miðlunartillagan verði samþykkt mun hún marka lok kjaradeilunnar og stöðva verkfallsaðgerðir Eflingar.