Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Launafulltrúi fékk níu mánaða dóm fyrir fjárdrátt í Skálatúni – Hefur endurgreitt upphæðina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær hlaut launafulltrúi og bókari í Skálatúni, sem er heimili í Mosfellsbæ fyrir fólk með þroskahömlun, níu mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjárdrátt.

Kemur fram að maðurinn dró sér um 11,4 milljónir frá í september 2010 til júní 2019.

Maðurinn játaði sök; hafði endurgreitt Skálatúni milljónirnar er dómur var upp kveðinn.

Fjárdráttur mannsins komst upp fyrir um tveimur árum síðan þegar ákveðið var að ráðast í fjárhagslega endurskipulagningu Skálatúns.

Komst málið upp og var maðurinn sendur í leyfi; frumrannsókn var gerð innanhúss til að ná utan um umfang málsins.

Skálatún vistar fjörutíu einstaklinga með þroskahömlun, en heimilið er með þjónustusamning við Mosfellsbæ; þar er líka að finna dagþjónustu eins og vinnustofur, þjálfun sem og afþreyingu fyrir þroskahamlaða.

- Auglýsing -

Í ákærunni yfir manninum er hann sagður hafa dregið sér fjármuni Skálatúns í 53 tilvikum; með millifærslum af bankareikningi þess inn á reikning sinn, samtals 11,4 milljónir króna.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -