Leigutekjur Heimavalla á árinu 2018 um 3,7 milljarðar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Alls áttu Heimavellir 1.892 íbúðir í lok síðasta árs en stefnt er að því að fækka þeim í 1.500 fyrir lok árs 2020.

Leigutekjur Heimavalla á árinu 2018 voru um 3,7 milljarðar króna og hækkuðu um 19 prósent milli ára. Á sama tíma hækkaði rekstrarkostnaður fjárfestingaeigna um tvö prósent.

Mikil breyting varð á afkomu Heimavalla milli ára. Félagið skilaði 2,7 milljarða hagnaði 2017 en einungis 48 milljóna króna hagnaði í fyrra þrátt fyrir að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu á virði eigna hafi aukist um 39 prósent milli ára. Á móti kom að fjármagnsgjöld félagsins hækkuðu um 856 milljónir króna milli ára í tæplega 2,8 milljarða króna.

Tekjur Heimavalla eru áætlaðar 3,4 milljarðar króna á árinu 2019 og skýrist væntanlegur samdráttur á því að félagið hyggst fækka eignum í sinni eigu í um 1.700 fyrir árslok.

Kjarninn fjallaði um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs sem kom út á föstudaginn og á vef Kjarnans.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Ballarin á leynifundi með Ármanni

Orðrómur Ein stærsta ráðgátan eftir útboð Icelandair er höfnunin á tilboði athafnakonunnar Michael Roosevelt Ballarin sem hermt er...