Fimmtudagur 9. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Leynd yfir lögmanni sem stal erfðafjárskatti af syrgjendum – Hinn brotlegi laug að nefndinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Úrsk­urðar­nefnd lög­manna úrskurðaði nýverið að lögmaður, sem nýtur nafnleyndar, hafi svikist um að greiða erfðaskatt vegna dánarbús sem hann hafði umsjón með. Lögmaðurinn var áminntur vegna þessa máls en hann hafði sagt nefndinni ósatt vegna þessa máls og kvaðst hafa greitt umræddan erfðafjárskatt. Morgunblaðið segir frá þessu.

Lögmaður­inn var skipaður skipta­stjóri í op­in­ber­um skipt­um á dán­ar­búi kon­unn­ar í júlímánuði árið 2020. Ágrein­ing­ur var milli erf­ingja í aðdrag­anda skipt­anna og við sjálf skipt­in. Deilt var um skipt­ingu inn­bús dán­ar­bús­ins og þurfti lögmaður­inn að leysa úr því máli. Þá voru eign­ir í bú­inu sem þurfti að koma í verð. Þar með talin fast­eign í Reykja­vík.

Skipti dán­ar­bús­ins stóðu yfir í hálft annað ár. Frum­varp til út­hlut­un­ar úr bú­inu var samþykkt á skipta­fundi 4. janú­ar 2022 og síðar staðfest efn­is­lega óbreytt á fundi án at­huga­semda. Sam­dæg­urs sendi lögmaður sem vann fyr­ir  fjóra erf­ingja, tölvu­póst á lög­mann­inn og vísaði til þess að frum­varpið hafi verið samþykkt án at­huga­semda fyrr þann dag og óskaði eftir út­hlut­un­ til þeirra erf­ingja sem hann starfaði fyr­ir.

Vangoldinn erfðafjárskattur

Í janú­ar 2023 barst erf­ingj­um hinn­ar látnu inn­heimtu­bréf vegna van­gold­ins erfðafjárskatts. Við skipta­lok hafði lögmaður­inn haldið eft­ir erfðafjárskatti og töldu erf­ingj­ar ljóst að lögmaður­inn hafði ekki staðið skil af hon­um. Í kjöl­farið kvartaði afkomandi kon­unn­ar til úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar und­an störf­um lög­manns­ins við skipti dán­ar­bús­ins og skipta­kostnaði sem hann þáði vegna skipt­anna auk þess að lista upp kröf­ur sem hann vildi beina til lög­manns­ins og nefnd­ar­inn­ar í tengsl­um við skipt­in. Erfingjanum mis­bauð þegar erf­ingj­um barst inn­heimtu­bréf frá Skatt­in­um vegna erfðaskatts sem lögmaður­inn hafði þó dregið af arfs­hluta erf­ingj­anna við skipta­lok ári fyrr en ekki staðið skil á.

Lögmaðurinn sagði ósatt

Í  niður­stöðu úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar seg­ir að kvörtun­un hafi borist nefnd­inni  janú­ar 2023 eft­ir að  inn­heimtu­bréf vegna van­gold­ins erfðafjárskatts barst. Í grein­ar­gerð lög­manns­ins til nefnd­ar­inn­ar hélt hann því fram að erfðafjárskatt­ur­inn hefði verið greidd­ur áður en er­indið var lagt fyr­ir nefnd­ina og að hann hafi gert þeim grein fyr­ir því. Eft­ir ít­rekuð til­mæli til lög­manns­ins bár­ust loks gögn sem sýndu að hann skilaði erfðafjárskatt­in­um ekki fyrr en 31. janú­ar 2023 og hafði þannig sagt nefndinni ósatt.

„Varn­araðili veitti rang­ar upp­lýs­ing­ar til nefnd­ar­inn­ar sem voru til þess falln­ar að villa fyr­ir nefnd­inni og hafa áhrif á niður­stöðu máls­ins. Í sam­ræmi við það sem að fram­an grein­ir er það mat nefnd­ar­inn­ar að varn­araðili hafi þannig bæði van­rækt skyld­ur sem á hon­um hvíldu sam­kvæmt siðaregl­um lög­manna og lög­manna­lög­um við skil vörslu­fjár auk þess að veita nefnd­inni rang­ar upp­lýs­ing­ar um málið í kjöl­farið. Með þeim brot­um hef­ur varn­araðili sýnt af sér hátt­semi sem telja verður ámæl­is­verða. Verður því ekki hjá því kom­ist að veita varn­araðila áminn­ingu,“ seg­ir í niðurstöðu nefndarinnar. Samkvæmt heimildum Mannlífs telur meirihluti úrskurðarnefndarinnar sér ekki vera heimilt að ljóstra upp nöfnum þeirra sem kærðir eru til nefndarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -