Þriðjudagur 21. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Lífsháski á Vatnajökli: Snjóhús hlaðið til að bjarga helköldum göngumönnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hóipur göngufólks á Vatnajökli var í háska þegar hópurinn villtist í gær eftir að gps-tæki fararstjóra missti samband. Um var að ræða 14 manna gönguhóp sem var að koma nioður af Hvannadalshnúk þegar hann lenti í villu í slæmu veðri og afleitu skyggni.

Fyrstir til að finna hópinn voru vélsleðamenn sem komu að fólkinu um miðnætti. Tveir úr hópnum voru þá orðnir helkaldir. Ekki var talið ráðlegt að ferja fólkið niður af jöklinum, heldur var griðið til þess ráðs að hlaða snjóhús og koma þeim í skjól þar til jeppar kæmu á vettvang. Davíð Már Bjarnason, uupplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfesti í morgun við Mannlíf að björgiun hefði gengið farsællega og von væri á fólkinu til byggða á hverri stundu, sólarhring eftir að lagt var upp í gönguna. Fólkinu verður boðið upp á heita kjötsúpu.

Tveir fararstjórar fylgdu hópnum. Óljóst er hvað fór nákvæmlega úrskeiðis varðandi staðsetningabúnaðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -