Þriðjudagur 23. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Löggan segir Anton hafa boðið sig fram sem uppljóstrara því honum þótti það spennandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anton Kristinn Þórarinson athafnamaður, sem í lekagögnum Héraðssaksóknara er kallaður „langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“, er sagður hafa boðið sig fram sem uppljóstrara hjá fíkniefnadeild lögreglunnar því honum hafi bæði þótt það spennandi og með því hafi hann viljað beina athyglinni frá sjálfum sér. Sjálfur heldur hann því fram að löggan hafi hótað honum.

Anton virðist hafa gegnt uppljóstrarhlutverki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2006. Dæmin sanna að hann hafði sjálfur upplýsingar um lögregluaðgerðir. Eitt slíkt er þegar hann veifaði í njósmyndavél lögreglu og fjarlægði hana síðar meir.

Þetta er meðal þess sem finna má í skjölum Héraðssaksóknara sem lekið var á Bland.is. Um er að ræða gríðarlegan gagnaleka. Nú er búið að eyða skjölunum en Mannlíf hefur þau þó undir höndum. Skjölin þykja það viðkvæm að yfirvöld meta hvort grípa þurfi til einhverra aðgerða til að stöðva uppljóstranirnar. Gögnin eru hluti af rannsókn á hendur Steindóri Inga Erlingssyni, lögreglufulltrúa við fíkniefnadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann lá undir grun um spillingu. Hann var síðar sýknaður.

Af gögnunum má ráða að enginn vafi sé á því að Anton var uppljóstrari hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það staðfestir hann sjálfur og það gerir fjölda lögreglumanna einnig. Hvernig til þess kom ber þeim hins vegar ekki saman um.

Anton vill meina að Steindór Ingi Erlingsson, lögreglufulltrúi við fíkniefnadeildina, hafi hótað sér á strippbúllunni Goldfinger árið 2005 og vegna sífelldra hótana óg símhlerana í kjölfarið hafi hann ákveðið að byrja upplýsingagjöf sína til löggunnar. Steindór heldur því aftur á móti fram að það hafi verið Anton sem hafi hringt og boðið fram þjónustu sína er hann sat á Litla-Hrauni.

Á þessum tíma var Steindór yfirmaður í upplýsingadeild fíkniefnadeildarinnar og hafði þar bæði vald til að ákveða hvaða mál væri tekin til rannsóknar og hvaða mál yrði látin niður falla. Af lekaskýrslunum að dæma voru átta kollegar Steindórs áhyggjufullir yfir því að Anton væri á sérsamningi og útlit fyrir að hann byggi yfir upplýsingum um lögregluaðgerðir.

- Auglýsing -

Upphaf þessar grunsemda má rekja til ársins 2012 þegar ungur maður, Hilmar Pétursson Hilmarsson, leitaði til lögreglunnar og vildi veita upplýsingar um brotastarfsemi Antons. Nokkrum mánuðum eftir að hafa leitað til lögreglunnar lést hann sviplega.

Innanhúsrannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintri spillingu innan fíkniefnadeildarinnar lauk 15. desember 2015 þegar rannsóknargögnin voru sent ríkissaksóknara. Þann sama dag setti lögmaðurinn Húnbogi J. Anderssen, fyrrverandi lögreglumaður, sig í samband við lögregluna og fullyrti að umbjóðandi hans byggi yfir upplýsingum um brot lögreglumanna í starfi og að hann hefði greitt lögreglumönnum fyrir upplýsingar. Sá umbjóðandi var Toni sjálfur en hann var ekki reiðubúinn til að segja frá nema með skriflegu loforði um að verða ekki saksóttur eða kærður fyrir refsiverð brot sín. Húnbogi fullyrti við saksóknara að Steindór hefði þegið milljónir frá Antoni fyrir upplýsingar en á endanum hafi upplýsingar lekið í báðar áttir.

Mannlíf mun halda áfram að fjalla um skjölin sem varpa ljósi á innri átök lögreglunnar sem staðið hafa um árabil. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -