Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Lögregla herjar enn á Google um tölvupósta vegna RÚV – Málin komin í farveg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rólega gengur hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra að rannsaka svonefnt Símamál Páls Steingrímssonar skipstjóra. Nú virðist þó rofa til. Jónas Halldór Sigurðsson lögreglufulltrúi hefur upplýst í tölvupósti sem Mannlíf hefur undir höndum að krafa embættisins á hendur Google sé „í farvegi“ og svara að vænta.

Páli skipstjóra var byrlað og meðan hann lá meðvitundarlaus á sjúkrabeði á Landspítalanum og var síma hans stolið og hann afritaður í höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins. Fyrrverandi eiginkona Páls er talin hafa verið að verki en hugsanlega í samráði við starfsmenn Ríkisútvarpsins. Rannsóknin beinist að því hvort samskipti RÚV og gerandans hafi átt sér stað áður en skipstjórinn veiktist. Gögn úr símanum voru  grundvöllur að fréttaflutningi Kjarnans og Stundarinnar varðandi skæruliða Samherja. Málið vakti gríðarlega athygli. Ríkisútvarpið birti sjálft ekki fréttir beint upp úr gögnunum heldur vísaði til annara fjölmiðla í umfjöllunum.

Lögreglan hefur um nokkurra mánaða skeið herjað á Google og fleiri samskiptamiðla að gefa upplýsingar úr tölvupóstum og öðrum samskiptum frá því fyrir 3. maí 2021 sem gætu varpað ljósi á samskipti starfsmanna RÚV og gerandans áður en Páll veiktist og sími hans var afritaður. Þar er horft til þess að Rakel Þorbergsdóttir, þáverandi fréttastjóri, er skólasystir meints geranda. Þá er aðkoma Þóru Arnórsdóttur, fyrrverandi ritstjóra Kveiks og núverandi fjölmiðlafulltrúa Landsvirkjun

Bæði Þóra og Rakel hættu störfum hjá Ríkisútvarpinu. Þá hefur Stefán Eiríksson útvarpsstjóri gefið til kynna að hann sækist ekki eftir endurráðningu.

Meðal þess sem er til skoðunar er kaup Ríkisútvarpsins á farsíma, sömu gerðar og síma Páls. Símanúmerið er nánast það sama og hjá Páli og einungis munar einum staf. Síminn var keyptur í apríl 2021 en Páli var byrlað mánuði síðar á Akureyri og fluttur suður í sjúkraflugi í framhaldinu. Hann var í beinum lífsháska og fór í hjartastopp.

Þrjú ár verða liðin frá Byrlunar- og símamálinu í maí á næsta ári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -