- Auglýsing -
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Nökkva Aðalsteinssyni. Sigurður er 24 ára gamall, 182 cm á hæð, grannvaxinn með stutt ljóst hár.
Sigurður Nökkvi er klæddur í ljósbrúna hettupeysu, rauðar jogging- buxur, dökkbrúna boots-skó með græna húfu. Þá er hann með húðflúr á öðrum handleggnum.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Sigurðar Nökkva, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.