Mánudagur 2. desember, 2024
1.7 C
Reykjavik

Lýður læknir vill aflétta öllum takmörkunum: „Verðum að lifa aftur lífinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lýður Árnason læknir telur nóg komið af sóttkvíum og fjöldatakmörkunum. Hann vill aflétta öllum takmörkunum en halda þó áfram landamæraskimunum.

Lýður, læknir á Hrafnistu, telur að nú sé kominn tími til að hætta fjöldatakmörkunum gegn Covid og hætta að senda fólk í sóttkví. Best sé að „efla frekar Heilbrigðisstofnanir svo hægt sé að taka betur á vandamálinu“ og bætti við að það sé kominn tími til að „lifa aftur lífinu.“

Þá segir Lýður í samtali við blaðamann Mannlífs að best sé samt að „halda áfram skimunum á landamærunum.“ Ennfremur segir Lýður að „þetta má ekki vera þannig að takmarkanirnar séu meira íþyngjandi en meinið sjálft.“

Þessar skoðanir læknisins ríma vel við skoðanir Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar Erfðagreiningar sem segir nýlega í aðsendum pistli inni á Vísir.is að afnema eigi allar fjöldatakmarkanir enda séu núgildandi takmarkanir illverjanlegar. Kári nefnir dæmi þar sem hann telur að leikhúsin og tónleikastöðum eigi að vera leyft að nýta öll sætin en hafa þó þau skilyrði að engin hlé verði, hleypt verði inn í hollum og að fólk beri andlitsgrímu. Áhættan sé einhvern en að hún sé ekki mikil „Með þessu væri hægt að endurvekja menningarlíf í landinu og bjarga sviðslistum frá útrýmingu,“ bætir Kári við.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -