Maðurinn fundinn heill á húfi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Maðurinn sem leitað hefur verið að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi er fundinn heill á húfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi sem þakkar öllum þeim sem aðstoðuðu við leitina.

„Hann er nú á leið til byggða með björgnarsveitarmönnum. Lögreglan á Suðurlandi þakkar leitarmönnum og öllum þeim sem aðstoðað hafa við verkefnið kærlega fyrir þeirra framlag. Á annað hundrað leitarmanna voru við leit og fleiri á leið á vettvang til aðstoðar.  Þeim hefur nú verið snúið frá og eru væntanlega á heimleið í dag,“ segir í tilkynningunni.

Allar björgunarsveitir í Austur-Skaftafellssýslu og á Austurlandi voru kallaðar út í gær til að leita að manninum. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar nýtt til leitar og notast við bæði dróna og sporhunda.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Landsbjörg blæs af Björgun 2020

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur blásið af ráðstefnuna Björgun 2020 sem fyrirhuguð var í októbermánuði. Hertar sóttvarnarreglur yfirvalda er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -