Margréti Friðriksdóttur – Magga Frikka – ritstjóri Fréttarinnar, hefur verið dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.
Héraðdómur Reykjavíkur kvað upp sinn dóm í máli Semu Erlu Serdar, formanns Solaris, gegn Margréti.
Var Margréti gefið að sök að hafa hótað Semu Erlu í ágúst árið 2018.

Margrét hafði í hótunum við Semu Erlu þann 5. ágúst árið 2018 við veitingastaðinn Benzincafe á Grensásvegi.
„Ég drep þig fokking ógeðslega tíkin þín“ eða „I’m gonna kill you, you fucking bitch.“
Segir að áðurnefnd hótun hafi verið til þess sett fram til að vekja ótta Semu Erlu um líf sitt.
Degi eftir atvikið sendi Margrét Semu Erlu skilaboð; baðst afsökunar á atvikinu:
„Sæl Sema langar bara að biðja þig afsökunar á atvikinu í gær, ég var bara svo reið því mér var sagt þarna í gær að þú hefur verið að breiða út lygasögur um mig og hefur reynt að fá mig bannaða af stöðum hér í borginni, það er í raun fasismi og þú hefur engan rétt á að stunda slíkan ófögnuð gegn mér, það er illa innrætt og ég hef ekkert gert þér, gangi þér samt sem áður vel, kveðja Margrét.“
Neitaði Margrét sök í skýrslutöku; túlkaði orð sín við Semu Erlu sem móðgun frekar en hótun.
Margrét greindi frá því að hún hafi beðið Semu Erlu fyrirgefningar á hegðun sinni og þar með hélt hún að málinu væri lokið.
Svo var ekki.
Í úrskurði kemur fram að ekki skipti höfuðmáli hvort Margrét hafi ætlað að láta verða af hótun sinni, heldur hafi hótunin verið til þess fallin að vekja hræðslu hjá Semu Erlu um líf sitt.
Kemur einnig fram að Margrét hafi áður hlotið dóm; tvisvar gengist undir lögreglustjórasátt vegna umferðarlagabrota, en sakaferill hennar hafði þó engan áhrif á niðurstöðuna:
„Ekki þykir unnt að líta svo á að ákærða hafi sýnt af sér iðrun þar sem orðfæri hennar fyrir dómi og afsökunarbeiðni sú sem hún sendi brotaþola bera þess ekki merki,“ segir í niðurstöðu dómsins.