Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Málverk af Hauki Hilmarssyni prýðir vegg í Aþenu: „Það vantar svona í Reykjavík“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hugsjónamaðurinn Haukur Hilmarsson, sem lést árið 2018 í Afrin-héraði í Sýrlandi í loftárás Tyrkjahers á Kúrda sem barist höfðu við hryðjuverkasamtökin Isis, dvaldi í Grikklandi áður en hann hóf að verja byggðir Kúrda í Afrin-héraði, fyrir ásókn Isis-liða.

Haukur fór til Grikklands í kringum 2014 og þar bjó hann til ársins 2017. Til að byrja með vann hann við neyðarhjálp á Lesbos en þaðan kom flóttafólk í hrönnum á þeim árum, oft illa farin eftir ferðalag yfir hafið. Var hann þar í um þrjá mánuði en flutti þá til Aþenu.

Nýlega birtust tvær ljósmyndir í lokuðum hópi vina Hauks en þar sést málverk sem málað hefur verið af Hauki í hverfinu sem hann bjó í í Aþenu. Það er því víst að Haukur snerti líf fólks, hvert sem hann fór.

Einn vina Hauks skrifar við myndbirtingarnar: „Það vantar svona í Reykjavík“

Haukur á vegg í Grikklandi

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -