Laugardagur 15. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Manchester United er bikarmeistari eftir sigur á nágrönnum sínum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórliðið Manchest­er United er enskur bik­ar­meist­ari árið 2024 og það í 13. skipti alls.

United varð í dag bikarmeistari eftir 2-1 sigur gegn nágrönnunum Manchester City.

Leikurinn fór afar fjörlega af stað og eftir um hálftíma sendi Diogo Dalot langa sendingu fram á við og Alejandro Garnacho endaði einn gegn opnu marki og skoraði 1-0.

Síðan, eftir afar vel útfærða sókn skilaði Kobbie Mainoo boltanum í netið fyrir United, 2-0, sem voru hálfleikstölur.

Manchester City herjaði á mark United í síðari hálfleik; en liðinu gekk illa að nýta ágætis fær sín.

Á 87. mínútu lét Jeremy Doku vaða langt fyrir utan teig og boltinn lak framhjá Onana, í markinu hjá United og í netið, 2-1.

- Auglýsing -

Urðu það lokatölur og Manchester United því enskur bikarmeistari árið 2024, í þrettánda sinn.

Það er aðeins Arsenal sem hefur unnið bikarinn oftar en Manchester United; 14 sinnum, en Manchester City hefur unnið hann sjö sinnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -