Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Mannbroddar – dýrastir hjá Lyfju, ódýrastir hjá Stoð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er ýmislegt sem við getum gert til þess að létta á heilbrigðiskerfinu. Eitt af því er að grípa til varna í hálkunni. Hálkuslys eru ansi tíð og ekki gengur að treysta einungis á söltun og söndun sveitarfélaganna. Í huga margra eru mannbroddar eitthvað sem aðeins eldra fólk þarf að nota. Þessu hugarfari þarf að breyta. Með því að smella broddum undir skóna má koma í veg fyrir hundruð slysa á vetri og í veg fyrir áverka sem í sumum tilfellum valda örorku eins og t.d. höfuðáverkar. Sýnum ábyrgð. Neytendavaktin tók saman nokkrar sambærilegar týpur. Sumar eru 8 broddar og aðrar 10. Ódýrasta týpan er á 1.470  kr. og sú dýrasta á 3.416 kr. 

GGsport:

GGsport selur 10 brodda, hálkubrodda sem kallast City Track og eru ætlaðir til daglegrar notkunar innanbæjar. Þeir eru sagðir auðveldir og þægilegir í notkun og að auðvelt sé að smeygja þeim á skóna.

Verð: 2.990 kr.

 

- Auglýsing -

 

Everest

Verslunin Everest er með týpu, 10 brodda, sem er sögð henta vel á hálu malbiki og að þægilegt og einfalt sé að setja þá á skóna.

- Auglýsing -

Verð: 2.995 kr.

 

Lyfja

Mannbroddar sem einfalt er að setja undir skó, segir Lyfja. Koma í geymslupoka sem gott er að geyma mannbroddana í. 10 brodda. Lyfja er með dýrustu broddana af þeim sem neytendavaktin skoðaði.

Verð: 3.416 kr. 

Dynjandi

Verslunin býður þessa 8 brodda mannbrodda. Frekari lýsing er ekki á sýðunni en verslunin Dynandi selur viðurkenndan öryggisbúnað svo þetta hlýtur að vera tipp topp.

Verð: 1.972 kr.

Stoð

Stoð ehf er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði. Fyrirtækið býður 8 brodda, mannbrodda, sömu týpu og Dynjandi. Stoð býður best:

Verð: 1.470  kr.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -