Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Manst þú eftir Reykjavík svona? Magnaðar ljósmyndir frá áttunda áratugnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má sjá ljósmyndir sem teknar voru í Reykjavík á árabilinu 1973 til 1977 og eru birtar með góðfúslegu leyfi Lemúrsins. Myndirnar eru aðallega teknar í miðborginni. Eins og sést á sumum myndum hefur landslagið breyst mikið á meðan önnur kennileiti eru á sínum stað.

Nýja kökuhúsið við Austurvöll, maí 1975. Mynd: Hlynz (Wikimedia Commons).

Eins og segir á Lemúrnum, þá voru myndirnar teknar á áratug Guðmundar og Geirfinnsmá. Þorskastríðið var í fullum gangi og þetta voru líka ár kvenréttindabaráttu en Kvennafrídagurinn fór fram 24. Október 1975. Þá fundaði Richard Nixon Bandaríkjaforseti árið 1973 með Georges Pompidou Frakklandsforseta á Kjarvalsstöðum árið 1973.

Mannlíf mælir með Lemúrnum en þar er hægt að finna fjölmargar áhugaverðar greinar.

Grettisgata, janúar 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).
Höfnin í Reykjavík, sumarið 1975. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).
Bókhlöðustígur, ágúst 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).
Horft frá Vitastíg árið 1974. Stýrimannaskólinn í bakgrunni. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).
Lækjargata. Sumarið 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).
Þingholtsstræti og Næpan, sumarið 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).
Við Skúlagötu, 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).
Við Skúlagötu, 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).
1100 ára afmæli Íslandsbyggðar fagnað í Reykjavík í byrjun ágúst 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).
Laugardalslaug, júlí 1975. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).
1100 ára afmæli Íslandsbyggðar fagnað í Reykjavík í byrjun ágúst 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).
Frakkastígur mánuði síðar, í janúar 1974. Fiskbúð, Lífstykkjasalan og sovéska geimrannsóknarskipið Vladimir Komarov, sem kom oft til Íslands á þessum árum. Það var nefnt í höfuðið á fyrsta geimfaranum sem lést í geimferð en Lemúrinn fjallaði um hann fyrir skemmstu. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).
Richard Nixon Bandaríkjaforseti og Georges Pompidou Frakklandsforseti áttu fund á Kjarvalsstöðum í Reykjavík vorið 1973. Oliver F. Atkins tók myndina 31. maí. Nixon þótti alþýðlegur í þeirri heimsókn og vakti athygli fyrir að víkja frá öryggisreglum og taka Reykvíkinga tali á götum úti. „Hann var alveg eins og ég átti von á, að vísu dálítið nefþykkur, en annars bara eins og almúgafólk, og mjög almennilegur.“ Þetta hafði Morgunblaðið eftir Guðrúnu Jónsdóttur, 78 ára gömlum íbúa við Laufásveg gegnt bandaríska sendiráðinu. (NARA/Wikimedia Commons)
Horn Vitastígs og Bergþórugötu, þar sem Vitabar er núna, 1973. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).
Breiðholt, júlí 1975. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -