Sunnudagur 21. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Manuela fékk heilablóðfall og missti málið: „Ég er í góðum hönd­um hjá æðis­leg­um lækn­um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fram­kvæmda­stjóri Miss Uni­verse Ice­land, Manu­ela Ósk Harðardótt­ir, fékk heila­blóðfall fyr­ir þrem­ur vik­um síðan. Hún grein­ir frá þessu í viðtali við Frétta­blaðið.

Manuela er á bata­vegi; segir þetta mikið áfall fyr­ir hana og alla í kring­um hana:

„Þetta er eitt­hvað sem maður hræðist en samt hugs­ar maður að þetta komi ekki fyr­ir mann,“ sagði Manu­ela sem var með mik­inn höfuðverk þenn­an sama dag:

„Ég var sem bet­ur fer ekki ein held­ur var ég í heim­sókn hjá frænku minni.“

Manuela missti málið og mátt­inn í lík­am­an­um öllum; hún lá á tauga­deild yfir hátíðirn­ar.  Ein­kenn­in hafa gengið að mestu til baka; hafa lækn­ar tjáð henni að hún muni ná sér að fullu:

„Ég er í ótrú­lega góðum hönd­um hjá æðis­leg­um lækn­um og er kom­in í end­ur­hæf­ingu á Grens­ás þris­var sinnu í viku, það er bara engl­ar sem vinna þar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -