Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Manuela Ósk þurfti að styðjast við göngugrind eftir heilablóðfall: „Ég er í erfðarannsókn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Manuela Ósk Harðardóttir, fyrrum Ungfrú Ísland, fékk heilablóðfall um jólin og er núna í bataferli:

„Ég ekki að vinna. Ég er í endurhæfingu á Grensás og sálfræðingi, ég er í sjúkraþjálfun og hitti lækni,“ sagði Manuela Ósk um bataferli sitt í Brennslunni í dag:

„Þetta er búið að vera brekka.“

Manuela Ósk lá í 3 vikur á taugadeild Landspítalans eftir heilablóðfallið:

„Ég vissi ekki hvort ég myndi getað labbað aftur, ég gat ekki hreyft mig.“

Þegar Manuela Ósk gat byrjað að hreyfa sig þurfti hún að styðja sig við göngugrind og þá er hún enn að upplifa slæma höfuðverki:

- Auglýsing -

„Ég fæ skjálfta í hendurnar og er pínu völt.“

Hún segir að það hafi ekki enn fundist ástæða fyrir heilablóðfallinu:

„Ég er í erfðarannsókn.“

- Auglýsing -

Nú er staðan sú hjá Manuelu Ósk að hún vinnur hraustlega í því að jafna sig eftir þetta heilablóðfallið; segir hún að andlega hafi þetta tekið mjög mikið á vegna kvíða.

Og hún er bjartsýn á framtíðina:

„Ég mátti bara byrja að keyra í síðustu viku. Maður missir svo mikið sjálfstæðið. Lífið verður bara miklu dýrmætara.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -