„Ég myndi ekki styðja að við frelsissviptum andlega veikt fólk í forvarnaskyni,’’ sagði Margrét Valdimarsdóttir, dósent í lögreglufræði við HA, í samtali við Fréttablaðið. Bætti hún við að ákveðin stimplun væri fólgin í slíkri frelsissviptingu. ,,Langflestir með greiningu um geðrænan vanda beita ekki ofbeldi.“ Sagði Margrét að Íslendingar stæðu frammi fyrir nýjum veruleika hér á landi. ,,Við höfum áhyggjur af byssum og skotvopnaleyfum vegna þess að það er verið að drepa fólk.’’
Þá hefur áður komið fram að skotmaðurinn á Blönduósi hafi verið vistaður á geðdeild nokkrum vikum fyrir árásina. Hann hafði hótað manninum sem nú er í lífshættu en auk þess hafði Skotfélagið á Blönduósi gert athugasemdir vegna hegðunar skotmannsins. Margrét sagði þá mikilvægt að erfitt væri að fá skotvopnaleyfi. „Þú átt að geta misst leyfið ef grunur kviknar um ofbeldi. Það er ekki mannréttindabrot að fá ekki að eiga byssu.“