Mánudagur 27. maí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Markéta komst áfram í Eurovision í Tékklandi – Keppti á Íslandi í fyrra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Markéta Irglová er nú komin í úrslit í undankeppni Eurovision í Tékklandi.

Markéta hefur búið á Íslandi síðan árið 2012, ásamt íslenskum eiginmanni sínum, Sturlu Þórissyni.

Markéta tók þátt í Söngvakeppninni í fyrra með laginu Mögulegt.

Markéta var staðráðin í að gera aðra tilraun til að taka þátt í Eurovision; sendi lag í tékknesku undankeppnina fyrir Eurovision, og hún hefur nú verið valin til að taka þátt ásamt fjórum öðrum þátttakendum, sem keppa um að verða framlag Tékklands í Eurovision.

Það er Markéta sem greinir frá þessu á samfélagsmiðlum.

Sjálf er Markéta fædd og uppalin í Tékklandi.

- Auglýsing -

Markéta segir mikinn heiður að hafa verið valin í keppnina; og hún hrósar hinum fjórum keppendunum einnig mikið á Facebook sem og á Instagram.

Nýja lagið hefur enn ekki verið gefið út og á líka eftir að fá nafn; keppnin mun fara fram 30. janúar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -