Mánudagur 16. september, 2024
4.3 C
Reykjavik

Markmið reglugerðarinnar að tryggja þolendum farveg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er ekkert í lögum sem tryggir starfsmanni á almennum vinnumarkaði réttinn til að vita nöfn þeirra sem kvörtuðu undir þessum kringumstæðum,“ fullyrðir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. „Heldur þvert á móti er atvinnurekanda skylt að halda og virða trúnað sé þess óskað eins og Persónuvernd komst að niðurstöðu um.“

Í nýjasta tölublaði Mannlífs er fjallað um dóminn í máli Atla Rafns Sigurðssonar leikara gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra.

„Ástæða þess að ekki er fjallað um nafnleynd eða skyldu atvinnurekanda til að upplýsa um nöfn þeirra sem kvarta í reglugerðinni varðandi áreitni er að umræðan var ekki á sama stað í aðdraganda setningar reglugerðarinnar. Umræðan snerist nánast eingöngu um það hvernig mætti stuðla að því að þolendur leituðu sér aðstoðar og tryggt að það væri viðeigandi ferli sem tæki við á vinnustaðnum. Það voru engin dæmi um það þá að fólk óskaði eftir því að stíga fram án þess að nafns þess væri getið og almennt mjög fá dæmi um að þolendur væru að stíga fram yfir höfuð. Lög og reglur gera ekki ráð fyrir öllum mögulegum aðstæðum og því þarf að túlka þau í samræmi við markmið þeirra.“

Er atvinnurekandi þá í fullum rétti að halda nöfnum ásakenda leyndum? Hvað með rétt þess sem ásakaður er til að verja sig?

„Ég tel að atvinnurekendur á almennum vinnumarkaði geti tryggt nafnleysi þolenda og stuðlað þannig að því að starfsfólk treysti sér til að leita aðstoðar vegna áreitni eða ofbeldis á vinnustað“

„Markmið reglugerðarinnar er að tryggja að það sé farvegur fyrir þolendur og að þeir geti treyst því að atvinnurekandi bregðist við og hegðunin verði stöðvuð. Atvinnurekendur þurfa þá að rannsaka málið og komast að niðurstöðu um hvort áreitnin eða ofbeldið hafi átt sér stað eða ekki. Í kjölfarið þarf svo að taka ákvörðun um framhaldið byggt á heildarhagsmunum og því miður þarf oft að taka þá erfiðu ákvörðun að vega saman hagsmuni þess sem kvartar á við hagsmuni þess sem kvartað er gegn. Opinberir atvinnurekendur geta hins vegar ekki tryggt nafnleynd einstaklinga sem stíga fram þar sem ólíkar reglur gilda á opinberum vinnumarkaði og því er mikilvægt að samtalið um hver besta tilhögunin sé fari fram.“

Mynd / Aldís Pálsdóttir

- Auglýsing -

Lestu viðtalið í heild í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -