Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Með kvíðahnút í maganum á þeytingi út um allt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson sneru báðir heim úr atvinnumennsku árið 2016. Þeir viðurkenna að það hafi kostað töluvert átak að aðlagast íslensku samfélagi á ný enda takturinn hér heima allt annar og hraðari en í Svíþjóð og Suður-Evrópu.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ítarlegu viðtali við þá félaga í Mannlífi, en allt viðtalið má lesa hér.

Jón Arnór: „Ég naut þess sérstaklega seinni hluta atvinnumannsferilsins þegar ég var kominn með konu og börn að geta átt tíma með þeim. Það er ofboðslega dýrmætur tími þegar ég hugsa til baka, að maður hafi fengið að njóta þeirra forréttinda að verja svona miklum tíma með börnunum sínum. Ég finn mikið fyrir því þegar ég kem heim til Íslands að hraðinn er meiri, konan er farin að vinna og krakkarnir í skóla þannig að við sjáum minna hvert af öðru. Þessi dýrmæti tími saman er eitthvað sem þegar ég horfi tilbaka er mér ótrúlega dýrmætur.“

Hlynur: „Þar er ég sammála þér. Maður hafði alltaf tíma til að gera allt. Þegar ég var í Svíþjóð voru tvær æfingar á dag en samt hafði maður tíma til að fara á leikskólann og maður sá miklu meira af fjölskyldunni. Þegar maður horfir til baka þá eru það helstu forréttindin við atvinnumennskuna. Nú er bara allur dagurinn undirlagður. Það er veruleikinn hérna á Íslandi að það eru allir eru stressaðir með kvíðahnút í maganum um hvar þeir eiga vera hér og þar allan daginn, á þeytingi út um allt, að gera betri hluti en þeir eru að gera. Mér finnst aldrei neinn vera í ró hérna. Það er aldrei neinn slakur á Íslandi.“

Jón Arnór: „Fólk er líka alltaf að hafa óþarfa áhyggjur af náunganum sem er ekki að gera neitt. „Ertu í skóla, ertu að vinna?“

Hlynur: „Ég geri mér grein fyrir því að það er allt annað að vera atvinnumaður en að vinna hérna heima. En tempóið er allt annað. Áherslan þar er mun meiri á tímann með fjölskyldunni, þeir búa til sitt prógram í kringum það. Hérna finnst mér fólk alltaf þurfa að vera að sanna eitthvað, að það þurfi að vera að gera eitthvað, að vera á leiðinni eitthvað.“

Jón Arnór: „Maður alveg dettur í þetta sjálfur. Á Spáni og Ítalíu var allt byggt í kringum þessi fjölskyldugildi. Það er bara skylda um helgar, sama hvað þú ert gamall eða með bullandi unglingaveiki eða ekki, þá bara mætir þú í mat hjá stórfjölskyldunni og þið sitjið þarna saman í fimm klukkutíma. Það er bara partur af rútínunni. Fólk hittist, öll stórfjölskyldan, ekki bara á jólum eins og við kannski þekkjum.“

- Auglýsing -

Hlynur: „Ég hed að það séu margir á Íslandi sem gengur mjög vel í starfi eða hverju sem er, en er svo með samviskubit yfir því að hafa ekki tíma fyrir það sem það myndi helst vilja að gera. Krakkarnir eru í skólanum til fjögur, svo þarf að gera eitthvað og græja og svo er dagurinn bara farinn. En svo má heldur ekki gleyma því að fólk þarf að lifa af, það er fullt af fólki sem er einfaldlega í þeirri aðstöðu. Það væri óskandi að það væri aðeins hægara tempó hérna.“

Jón Arnór: „Það er allavega munurinn á Íslandi og Spáni að gæinn sem á sjoppuna á horninu á Spáni, keyrir ekki um á Range Rover. Er það ekki lýsandi dæmi? Kaupmaðurinn á horninu á Spáni á nóg fyrir sig og sína og hann reynir að vinna eins lítið og hann getur. Það eru öll frí brúuð, ef það er frí á fimmtudegi þá er bara lokað á föstudegi og fram á mánudag. Þetta getur verið mjög pirrandi en er samt mjög fallegt á sama tíma.“

Hlynur: „En ég held líka að það séu margir hér heima sem spenna bogann ansi hátt og eiga ekkert almennilega fyrir því sem þeir eru að gera. Þeir eru að fylla upp í einhverja ímynd af því sem þeir eiga að vera. Mér heyrist það á mörgum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -