Mikil eftirspurn hefur verið eftir moltu, svo mikil að hún er uppseld hjá Terra í Hafnarfirði.
Nýr skammtur ætti að vera tilbúinn í byrjun júní svo garðeigendur sem nýtt hafa þennan öfluga jarðvegsbæti ættu ekki að örvænta.
Þeir sem búa á Akureyri eða í námunda við Akureyri geta hins vegar sótt sér ókeypis moltu til félagsins Moltu en Molta breytir um 80% af öllum lífrænum úrgangi á Norðurlandi í moltu.
Hjá Terra kostar stórsekkur (um 0,5m3) af moltu tæpar 6.000 kr.
Ert þú með ábendingu? Sendu póst á [email protected].
Umsjón / Malín Brand