Samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár kemur fram að mikil fjölgun er á erlendum ríkisborgurum með skráða búsetu hér á landi. Þann fyrsta maí voru rétt tæplega 57 þúsund erlendir ríkisborgarar með skráða búsetu á Íslandi.
Úkraínskum ríkisborgurum hefur fjöldað mikið og voru þeir 805 talsins þann 1. maí. Frá því í desember í fyrra hefur ríkisborgurum frá Venesúela einnig fjölgað talsvert eða um rúm 44 prósent. Einstaklingar með venesúelskt ríkisfang eru um 657 talsins. Pólskir ríkisborgarar voru um 21.508 talsins fyrir tveimur vikum síðan en rúmenskum ríkisborgurum fer einnig fjölgandi.
Mbl fjallaði fyrst um málið.