Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

„Mikil grundvallarmistök ríkisstjórnarinnar að láta WOW fara í gjaldþrot”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í augum undirritaðs voru það mikil grundvallarmistök ríkisstjórnarinnar að láta WOW fara í gjaldþrot,” skrifar Ole Anton Bieltvedt, alþjóðlegur kaupsýslumaður, í skoðanapistli í Fréttablaðinu. Þá segir hann „víðtækar og alvarlegar afleiðingar” fallsins verða sýnilegri með tímanum.

„Eitt er brottfall starfa hjá WOW og þjónustuaðilum þeirra, um 2.500 manns, sem er feikilegur hlutfallslegur fjöldi hér,” skrifar Ole og bætir við; „Jafngildir 42.000 manns í Danmörku og yfir 580.000 manns í Þýzkalandi. Flest þetta fólk fer úr því að vera gildir skattgreiðendur í það að verða atvinnuleysisbótaþegar; tvöföld neikvæð áhrif.”

„Annað eru hin víðtæku óbeinu, neikvæðu áhrif, sem í lok dags munu ná til flestra króka og kima samfélagsins, en við vorum komin á það stig með ferðaþjónustuna, að hún stóð undir um helmingi gjaldeyristekna þjóðarinnar, og WOW flutti nær þriðjung allra ferðamanna til landsins.”

„Fjöldi ferðamanna gæti farið úr um 2,5 milljónum niður í um 2,0 milljónir manna í ár, vegna falls WOW,” skrifar hann og bætir við að fyrrnefndur fjöldi hefði skilað 500 milljörðum í gjaldeyristekjum. Tekjutapið gæti kostað þjóðarbúið 100 milljarða næsta árið, vegna brottfalls WOW. „Þessi gífurlega tekjuskerðing mun bitna á rúturekstri og fólksflutningum, leigubílaakstri, veitingastöðum og hótelum, verzlanarekstri svo og hvers konar starfsemi og þjónustu, að ógleymdri gistiþjónustu bænda, um allt land.”

„Gott að vera vitur eftirá“

„Stærsta fyrirtæki landsins er íslenzka ríkið. Þeir þrír, sem þar eru helzt í fyrirsvari, eru bókmenntafræðingur, lögfræðingur og dýralæknir; allt gott fólk og fært á sínu sviði” skrifar Ole og bætir við; „En aldeilis reynslu- og kunnáttulítið í stjórnun og rekstri fyrirtækja.”

„Það er gott að vera vitur eftir á, kunna menn að segja, en það á ekki við hér; þetta mikla og alvarlega bakslag, í hinu margvíslegasta formi, var fyrirfram augljóst og óhjákvæmilegt,” skrifar Ole. „Skyldi eitthvert hinna stærri fyrirtækja landsins hafa óskað sérstaklega eftir veru þessa fólks í stjórn sinni? Spurning, en svona virkar lýðræðið oft; það er ekki alltaf skilvirkt.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -