Miðvikudagur 17. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Miklar breytingar í lífi Fjallsins: „Ég á tvö börn og eigin­konu og vil vera til staðar fyrir þau“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Haf­þór Júlíus Björns­son – Fjallið – gaf það út í til­kynningu á YouTu­be-rásinni sinni að hann ætli sér að snúa aftur í heim kraft­lyftinganna.

Ljóst er að Haf­þór ætlar sér stóra hluti; stefnir á að bæta heims­metið.

Hafþór hefur lagt box­hanskana á hilluna, en að eigin sögn fann hann sig aldrei nægilega í þeirri í­þrótt, og eftir viðræður við fjöl­skyldu sína ætlar kappinn að reyna fyrir sér á nýjan leik í kraft­lyftingum:

„Ég er fjöl­skyldu­maður, á tvö börn og eigin­konu, og vil eftir fremsta megni sjá til þess að ég verði til staðar fyrir þau til langs tíma litið.“

- Auglýsing -

Hafþór ætlar nú alfarið að ein­beita sér að kraft­lyftingunum; ætlar hann að gera heiðarlega til­raun til að bæta heims­metið í saman­lagðri þyngd er lyft er í þremur greinum; hné­beygju – bekk­pressu sem og rétt­stöðu­lyftu. Metið stendur í 1182 kílóum; það á Don Bell.

Á næsta ári hyggst Hafþór síðan endurvekja feril sinn í afl­rauna­keppnum; stefnir á vinna Arn­old Classic sem og Rogu­e Invita­tional Strong­man.

Haf­þór á svakalegan feril að baki hefur átta sinnum komist á verð­launa­pall í keppninni Sterkasti maður heims og árið 2018 varð hann sterkasti maður heims. Þá hefur hann í þrí­gang borið úr býtum á Arn­old Strong­man Classic og fimm sinnum orðið Sterkasti maður Evrópu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -