Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Móðir dæmd fyrir morð á níu vikna barni sínu en látin laus – Í fangelsi í 20 ár fyrir raðmorð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afar sérkennilegt mál skekur Ástralíu um þessar mundir; en ástr­alskri konu er dæmd var fyr­ir að myrða fjög­ur börn sín hef­ur nú verið sleppt úr haldi eft­ir tvo áratugi í tukthúsinu.

Morðinginn heitir Kat­hleen Fol­bigg og var hún kölluð versti rað­morðingi Ástr­al­íu, eft­ir að hún var dæmd og fang­elsuð fyrir tuttugu árum.

Kathleen var fund­in sek um þrjú morð; eitt mann­dráp.

Sögðu sak­sókn­ar­ar að hún hefði kæft börn­in sín; en þau voru á milli níu vikna og þriggja ára í aldri er móðirin endaði líf þeirra.

- Auglýsing -

Kathleen hélt því statt og stöðugt fram að hvert og eitt dauðsfall hefði orsakast af nátt­úru­leg­um völdum.

Fyrir tveimur árum und­ir­rituðu tug­ir ástr­alskra sem og er­lendra vís­inda­manna nafn sitt á lista þar sem þeir hvöttu til þess að Kathleen yrði lát­in laus úr haldi; þeir sögðu að ný ­gögn í málinu bentu til þess að dauði barn­anna tengd­ist afar sjald­gæf­um erfðafræðileg­um stökk­breyt­ing­um; eða meðfædd­um göll­um.

- Auglýsing -

 

Michael Daley, sem er rík­is­sak­sókn­ari í Nýju Suður-Wales, sagði að Kathleen hefði verið sleppt að lokinni rann­sókn er stóð yfir í meira en eitt ár.

Rannsóknin leiddi í ljós efa­semd­ir er vörðuðu sekt henn­ar; og nú er Kathleen frjáls á nýjan leik.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -