Sunnudagur 19. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Munu ekki klæða sig eftir veðri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við hvetjum gesti til að klæða sig eftir veðri, en við listamennirnir munum samt alls ekki gera það,“ segir fjöllistakonan Margrét Erla Maack um viðburðinn Portkonukabarett sem haldinn verður í portinu fyrir aftan Vínstúkuna Tíu Sopa á morgun, föstudag.

Spurð nánar út í viðburðinn lofar Margrét góðri skemmtun og fjölbreyttum atriðum. Þau sem koma fram ásamt Margréti eru þau Nadia Semichat, Axel Diego, Jón Sigurður Gunnarsson, Sindri Diego og Jellyboy the Clown. Margrét segir Jellyboy vera besta sverðgleypi New York borgar.

Jón Sigurður. Mynd / Gallery Undirheimar
Margrét segir Jellyboy vera besta sverðgleypi New York borgar. Mynd / Gallery Undirheimar

Um 40 til 50 manns komast að á viðburðinum og Margrét segir að smá „leynistemmning” munu ríkja á honum. „Þetta verður bland í poka og það sem er svo skemmtilegt við svona samvinnuverkefni á milli listamanna og veitingamanna er að það laðar að fjölbreyttan hóp áhorfenda. Við munum bjóða upp á alls konar skemmtun, sirkus, burlesque, eld, og sitthvað fleira – með fullorðinsbragði.“ segir Margrét.

Hún segir miðaframboðið vera takmarkað en er viss um að annar Portkonukabarett verði haldinn seinna í sumar. „Ég lofa að þetta verður haldið aftur í sumar því það er alveg ljóst að færri munu komast að en vilja. Þetta er okkar leið til að lífga upp á miðbæinn í samstarfi við Sumarborgina.“

Nadia Semichat er í hópi þeirra sem koma fram á viðburðinum. Mynd / Kaspars Bekeris

Margrét hefur ekki miklar áhyggjur af veðrinu á föstudaginn. „Íslenska veðurspáin segir að það verði rigning en sú norska spáir sól. Þannig að það getur brugðið til beggja vona. En það má alveg vera rigning, ég meina, fólk er tilbúið að fara í útilegur í íslenskri náttúru og sitja í rigningunni tímunum saman en þolir svo ekki rigningu í miðbænum,“ segir Margrét og hlær. „Við erum allavega ekki með neinar áhyggjur af veðrinu.“

„…fólk er tilbúið að fara í útilegur í íslenskri náttúru og sitja í rigningunni tímunum saman en þolir svo ekki rigningu í miðbænum.“

Hún mælir með að fólk klæði sig eftir veðri hvernig sem það verður og njóti svo skemmtunarinnar.

- Auglýsing -

Port Vínstúkunnar verður opnað klukkan 19.00 á föstudaginn og þá verður hægt að kaupa mat og drykk fyrir sýninguna sem hefst kl. 20.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -