Miðvikudagur 9. október, 2024
1.7 C
Reykjavik

Næsti forsætisráðherra Bretlands? Skipulagði barsmíðar, skáldaði fréttir og hefur móðgað næstum alla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Boris Johnson, þingmaður breska Íhaldsflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, er talinn sigurstranglegastur í formannskjöri flokksins. Fari svo er Boris næsti forsætisráðherra Bretlands. Hann er afar umdeildur stjórnmálamaður og þekktur fyrir klaufalega framkomu, niðrandi ummæli og ósannsögli.

Valkvætt samband Boris við sannleikann hefur oftar en einu sinni kostað hann vinnuna. Boris hóf blaðamannaferil sinn á The Times en var látinn fara þaðan þegar upp komst að hann hafði skáldað tilvitnun í forsíðufrétt sem hann skrifaði. Tilvitnunin sem um ræðir átti að koma frá Colin Lucas, sagnfræðingi og guðföður Boris. Fréttin fræga fjallaði um að staðsetning Rósarhallar Eðvalds II væri fundin á bakka Thames. Boris var rekinn þegar upp um málið komst. Stuttu síðar hóf hann störf á The Telegraph sem fréttaritari frá Brussel.

Where is the media scrutiny of Boris Johnson's long history of lies, bigotry and disgusting behaviour?

Boris Johnson described gay people as "bumboys", compared equal marriage to three men marrying a dog, discussed beating up a journalist with a criminal, called black people "piccaninnies" with "watermelon smiles", and was sacked twice for dishonesty.Where is the scrutiny?

Posted by Owen Jones on Sunnudagur, 9. júní 2019

Boris maðurinn á bak við goðsögnina um ESB-banana

Neikvæðar og oft fjarstæðukenndar fréttir Boris frá Evrópusambandinu urðu til þess að Boris varð frægur blaðamaður meðal hægrimanna með efasemdir um Evrópusambandið. Fréttir Boris höfðu gríðarleg áhrif á hvernig almenningur sér Evrópusambandið, ekki bara í Bretlandi heldur víða um heim. The Telegraph er eitt af heimsblöðunum og breskir fjölmiðlar hafa mikil áhrif um allan heim. Skrif Boris bera rauna ábyrgð á nokkrum af frægari goðsögnum og villum um gangverk sambandsins. Boris skrifaði meðal annars frétt þar sem hann hélt því fram að Evrópusambandið hefði sett á fót vinnuhóp sem setja á reglur um bogna banana. Í annarri grein vildi hann meina að Brussel ætlaði sér að setja reglur um stærð líkkista í Evrópu sem og að til stæði að banna rækjuflögur.

Skipulagði barsmíðar á blaðamanni

Upptökur af samtali Boris við afbrotamanninn Darius Guppy fóru í dreyfingu árið 2009. Á þeim heyrast þeir félagar skipuleggja barsmíðar á fréttamanni. Guppy ætlaði sér að viðbeinsbrjóta manninn og átti Boris að verða út um heimilisfang hans. Í viðtali við the Independent segir Boris að undirtektirnar hafi verið góðlátlegt grín. Það hafi heldur ekkert orðið að þessu.

- Auglýsing -

Ritstjóri The Spectator gegn því að leggja ekki fyrir sig stjórnmálin

Árið 1999 var Boris gerður að ritstjóra hægriblaðsins The Spectator. Blaðið sem er einskonar Þjóðmál þeirra Breta er eitt allra elsta stjórnmálatímarit í Evrópu. Boris beið ekki lengi með að svíkja loforð sitt við eiganda Spectator því árið 2001 varð hann þingmaður Henley í Oxforskíri á Englandi. Árið 2012 baðst Boris afsökunar á grein sem birtist í blaðinu ritstjóratíð hans. Þar sem ölvuðum Liverpool aðdáendum var gert að hafa valdið Hilborough hörmungunum árið 1989 þar sem rúmlega 96 manns létust og 766 slösuðust þegar áhorfendur á fótboltaleik krömdust. Árið 2012 kom út rannsóknarskýrsla um málið sem leiddi í ljós að vanhæfni lögreglu olli slysinu.

Framhjáhald var til þess að hann missti skuggaráðherrastöðu

- Auglýsing -

Árið 2003 fjölluðu breskir fjölmiðlar um samband Boris og Petronella Wyatt, pistlahöfund Spectator. Boris var þá giftur en í breskum stjórnmálum þykir skortur á tryggð við maka ekki gott veganesti né sterk rök fyrir tryggð manna við trúnaðarstöður. Boris þverneitaði fyrir framhjáhaldið á fundi með Michael Howard, þáverandi formanni Íhaldsflokksins. Þegar formaðurinn komst að því að Boris hefði sagt honum ósatt um málið lét hann Boris fara.

Kallaður fyrir dóm vegna Brexit

Breskur kjósandi kærði Boris vegna fullyrðinga um að aðild Bretlands að Evrópusambandinu kosti breskan almenning 350 milljónir punda í viku hverri. Upphæðin er um 55 milljarðar íslenskra króna. Lögmennir Boris sögðu kæruna tilhæfulausa tilraun til að grafa undan niðurstöðu kosninganna. Stefnan þýðir þó aðeins að Boris er kallaður fyrir réttinn vegna mats um hvort sækja skuli málið áfram. Andstæðingar veru Bretlands í Evrópusambandinu vöktu athygli vegna rútu með áprentun sem sagði kostnaðinn við sambandsaðild £350 milljónir á viku. Boris er sagður maðurinn að baki yfirlýsingarinnar. Ekki hefur tekist að staðfesta réttmæti upphæðarinnar.

Vanvirti þjóðarleiðtoga Tyrklands og sagði Obama mengaðan

Boris samdi niðurlægjandi ljóð í maí 2016 um forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan. Þar ýjar hann að því að Erdoğan stundi kynmök við geitur. Boris neitaði þá að biðja forsetann afsökunar á ljóðinu.

Í apríl 2016 gerði hann lítið úr þáverandi forseta Bandaríkjanna, Barrack Obama. Hann var þá ósammála Obama um Brexit og sagði skoðun hans „mengaða“ af Kenýskum uppruna hans. Boris vildi þá meina að kenýubúum væru illa við breska heimsveldið og studdu Evrópusambandið. Þá hefur hann borið tilgang og markmið Evrópusambandsins saman við stefnur Hitlers.

Ítrekað gert lítið úr samkynhneigðum

Business Insider rifjaði upp grein Boris þar sem hann lýsti samkynhneigðum karlmönnum sem „vælandi rassastrákum í magabol.” Greinin birtist í Telepgraph árið 1998. Boris gaf út bókina Friends, Voters, Countrymen árið 2001. Þar kemur hann inn á hjónaband samkynhneigðra og ber það saman við kynmök manns við dýr. „Ef að hjónaband samkynhneigðra er í lagi þá sé ég enga ástæðu fyrir því að sameining milli þriggja karlmanna eigi ekki rétt á sér. Jafnvel þriggja karlmanna og hunds.”

Árið 2000 skrifaði Boris grein í Spectator þar sem hann réðst á þáverandi ríkisstjórn Verkalýðsflokksins. Hann sagði fundarefni ríkisstjórnarinnar um fræðslu samkynhneigðar í skólum vera „ógeðslegt”.

Fordómafullur í garð ólíkra þjóðernisflokka

Síðast liðið sumar uppnefndi hann íslamskar konur sem klæðast búrkum „póstkassa” (e. „Letter boxes”). Þá kallaði hann þær einnig bankaræningja. Í kjölfar ummælanna mátti sjá aukningu í árásum á múslima í Bretlandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gerir lítið úr öðrum þjóðflokkum. Árið 2006 lýsti hann Papúa Nýja-Gíneu sem stað fyrir „Mannátsveislur og dráp á þjóðhöfðingjum.“ Þá lét Boris rasísk ummæli falla í grein Telegraph árið 2002 í garð þjóðfélagsþegna Kongó. Þar líkti hann munnsvipum þeirra við vatnsmelónur.

Boris talaði háðslega um fórnarlömbum borgarstyrjaldarinnar í Libýu. „Það eina sem þeir þurfa að gera er að fjarlægja líkin og þá mætum við á staðinn,“ sagði hann í gríni á ráðstefnu Íhaldsflokksins árið 2017. Breskir fjárfestar höfðu áður lýst áhuga á fjárfestinu í Libýu. Á ráðstefnu flokksins 2016 vakti Boris athygli þegar hann kallaði Afríku land. Afríka er heimsálfa sem samanstendur af 54 löndum. Hann var þá utanríkisráðherra Bretlands.

Háskólanám gott fyrir konur í karlmannsleit

Þegar Boris tók á móti Najib Razak, þáverandi forsætisráðherra Malasíu, í London 2013 gerði hann lítið úr háskólagöngu kvenna í þar í landi. Razak benti á að 68% samþykktra umsækjenda væru konur. „Það er góð leið til að finna sér mann,“ svaraði Boris.

Theresa May steig til hliðar sem formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands 7. júní síðast liðinn. Kosningar á nýjum formanni fara fram í mánuðinum. Fyrsta umferð kosningarinnar fór fram síðast liðinn fimmtudag. Boris fékk 114 atkvæði, sem var langstærsti hlutinn. Næst á eftir var Jeremy Hunt með 43 atkvæði.

Í upphafi voru frambjóðendurnir tíu og fækkaði þeim um þrjá í fyrstu umferð. Í næstu viku verður kosið á milli þeirra sjö sem eftir eru. Þá verða nokkrar umferðir þar til tveir frambjóðendur standa eftir. Atkvæðagreiðsla fer fram dagana 18-20. júní og mun niðurstaða liggja fyrir 22. júní. Nýr formaður flokksins tekur þá líklegast við embætti forsætisráðherra en talið er að meðlimir Íhaldsflokksins muni kjósa Boris.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -