- Auglýsing -
Maðurinn sem leitað var að eftir að hann féll ofan í sprungu í Grindavík heitir Lúðvík Pétursson en Vísir greindi frá þessu í dag. Lúðvík á fjögur börn, tvö stjúpbörn og tvö barnabörn. Hann er fæddur 22.ágúst árið 1973 en þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Í frétt Vísis kemur fram að aðstandendur Lúðvíks og unnusta hans vilji koma á framfæri þökkum til þeirra sem aðstoðuðu við leit hans seinustu daga.