Fimmtudagur 18. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Nánast öruggt að Boris Johnson verði forsætisráðherra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Boris Johnson heldur áfram að styrkja stöðu sína í kapphlaupinu um formannsstól breska Íhaldsflokksins. Verði það raunin aukast líkurnar á Brexit án samnings all verulega.

Fjórða atkvæðagreiðsla flokksmanna um formannsembættið fór fram í dag. Þar var Johnson langatkvæðamestur, fékk 157 atkvæði á meðan Michael Gove fékk 61 atkvæði, utanríkisráðherrann Jeremy Hunt 59 atkævði og Sajid Javid 34. Sá síðastnefndi er því úr leik.

Kosið verður á milli hinna þriggja síðdegis í dag og er aðeins spurning hvort það verði Gove eða Hunt sem koma til með að veita Johnson keppni í lokaumferðinni. Sigurvegarinn verður ekki eingöngu formaður Íhaldsflokksins heldur einnig næsti forsætisráðherra Bretlands.

Boris Johnson er fylgismaður þess að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án samnings. Bretland mun ganga úr ESB þann 31. október og var það meginmarkmið Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra, að ljúka útkomunni með samningi. Breska þingið hafnaði hins vegar ítrekað samningi hennar og sagði hún af sér vegna þessa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -