Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Nara Walker sýnir verk sem hún vann í afplánun: „Myndirnar eru heiðarlegar og persónulegar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nara Walker opnar í dag listasýningu í Flæði. Verkin á sýningunni, sem eru um 70 talsins, vann hún á meðan hún afplánaði dóm í fangelsinu á Hólmsheiði og á Vernd.

„Það vekur miklar tilfinningar hjá mér að skoða verkin í dag,” segir Walker. „En það er líka gott að skoða þau sem eina heild, seríu, sem verður sýnd saman. Myndirnar ná að fanga þær hráu tilfinningar sem bærðust innra með mér. Myndirnar eru heiðarlegar og persónulegar.“

Walker segir að myndirnar hafi verið skapaðar á erfiðum tíma í hennar lífi, á stað þar sem ekki var mikið um skapandi afþreyingu, „staður þar sem ég ákvað að íhuga og skapa.“

Walker var sakfelld fyrir að hafa bitið af odd tungu fyrrverandi eiginmanns síns. Fjallað var ítarlega um málið í íslenskum fjölmiðlum, þar á meðal í Mannlíf, þar sem Walker var í forsíðuviðtali. Walker sat inni í þrjá mánuði, en afplánar hina fimmtán mánuðina á skilorði. Hefur hún kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu og bíður úrlausnar máls síns þar.

Sjá einnig: „Sannfærð um að nú myndi hann drepa mig“

Walker hefur á­vallt haldið því fram að hún hafi beitt fyrr­verandi eigin­mann sinn of­beldi í nauð­vörn, þar sem hún taldi að hann ætlaði raunverulega að myrða hana kvöldið sem árásin átti sér stað.

„Ég varði löngum tíma í að lesa, mála og skrifa meðan ég var í fangelsi. Efniviðurinn er misjafn. Ég notaði vatnsliti og blek þegar ég var í öryggisfangelsi og eftir að ég flutti á Vernd þá gat ég skapað með kolum og akríl.“

- Auglýsing -

Öll verkin eru unnin á pappír og nefnir Walker sýninguna Room, eða herbergi, þar sem orðið fangar umhverfið sem verkin eru sköpuð í. „Herbergi sem varð heimili mitt.“

Hluti af verkum Walker.

Listsköpunin hluti af henni sjálfri

„Listin og að skapa er hluti af mér og án hennar væri ég eins og fiskur á þurru landi,“ segir Walker og bætir við að hún sé mjög þakklát fyrir að hún hafi haft frelsi til að skapa þrátt fyrir að vera svipt frelsi, bæði í fangelsinu og í gegnum allt sem hún gekk í gegnum á undan, en tímabilið er að nálgast tvö ár að hennar sögn.

- Auglýsing -

„Það eru mörg andlit sem birtast í verkunum sem eru tjáningarrík, sum líta til baka á áhorfandann og ég minnist þess að hafa verið að mála og séð einhvern horfa á mig meðan ég sat ein með burstann og gaf viðkomandi líf í verkinu,“ segir Walker.

Verkin eru að mestu leyti olíumyndir sm leggja áherslu á líkamann, oft á tíðum á hreyfingu. „Ég deili að jafnaði ekki vatnslitamyndum mínum með öðrum og hef sjaldan sýnt verk mín þar til núna. Ég tel að ég hafi skapað mjög persónulega sýningu fyrir fólk að skoða.

Rýmið í Flæði er fullkomið þar sem það er náið og býður einstaklinginn velkominn eins lengi og hann vill vera þar, og mikilvægast af öllu að það er herbergi líkt og nafnið á sýningunni og þar sem verkin voru sköpuð.

Verkin sýna mannlegt ástand byggt á persónulegri reynslu. Ég hlakka til að sýna þau og deila þeim með almenningi. Ég tel sýninguna líka leið til að ljúka þessu tímabili og láta mig hlakka til framtíðarinnar.“

Sýningin er aðeins opin í tvo daga og verður Walker sjálf við opnunina og síðan á sýningunni á þriðjudag frá kl. 13. Verkin eru ekki til sölu og er ástæðan sú að Walker er ekki heimilt að vinna, bæði vegna þess að hún er enn að afplána dóm sinn á skilorði og einnig vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi.

Walker hefur brugðið á það ráð að safna fyrir lögfræðikostnaði sínum á Gofundme.

Á heimasíðu Walker má skoða öll verk hennar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -