Fimmtudagur 20. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

Neytandi vikunnar: Stór hluti þjóðfélagsins rúllar um í stjórnlausri neyslu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Geir Konráð Theodórsson, sögumaður í Borganesi, er neytandi vikunnar að þessu sinni. Geir lýsir sér sem frekar venjulegum neytanda. Hann kaupir það sem þarf, lætur eftir sér öðru hvoru og gefur gjafir þegar þannig liggur á honum.

„Þegar kemur að mat þá reyni ég að kaupa eitthvað sem er fjölbreytt og hollt, og nær alltaf kaupi ég hráefni til að elda sjálfur í staðinn fyrir einhverja unna eða tilbúna vöru. Ég hef smá þekkingu á auglýsingasálfræði og markaðsfræði þannig að ég reyni sem mest að sjá í gegnum umbúðarbullið og hugsa bara um vöruna og verðið sjálft.“

Geir lumar á mjög góðu neytendaráði. Þegar kemur að fatnaði og gjöfum, flettir hann vörunum upp á netinu ber saman verð við búðir erlendis til að sannreyna hvort álagning hér sé sanngjörn.

„Ekki láta blekkja þig! Með blessaða snjallsímanum hefur aldrei verið auðveldara að fletta vörum upp og bera saman verð og upplýsingar, það tekur enga stund.“

Þegar kemur að samgöngum segist Geir keyra lítinn sparneytinn bíl og labbar þegar veðrið er gott. „Það er bara svo ári dýrt að eiga bíl á Íslandi að auðvitað hefur maður sparnað í huga, sem er hjá mér að vera ekkert að rúnta að óþörfu.“

Uppruni afurða skiptir Geir líka máli. Hann segist iðulega spyrja sig spurninga á borð við:

- Auglýsing -

Er bómullinn í H&M fatnaðinum týndur af börnum í þrældómi í mið-Asíu?

Er Barilla pastafyrirtækið enn með fordóma gagnvart samkynhneigðum?

Er bragðgóða súkkulaðið þess virði að náttúrunni er rústað í vestur-Afríku?

- Auglýsing -

Leggur þú fyrir?

„Ég reyni en það er ekki auðvelt, það virðist alltaf vera eitthvað sem þarf að borga.“

Hvað átt þú erfiðast með að neita þér um?

„Hljóðbækur, hvort sem það er góðæri eða kreppa, ég mun alltaf kaupa góðar hljóðbækur til að skemmta mér eða læra eitthvað nýtt á hverjum degi.“

Geir dvaldi um tíma í Níger í Afríku og lærði mikið af þeirri dvöl.

„Mér finnst hreinlega skammarlegt að sjá hvernig stór hluti þjóðfélagsins rúllar um í hugsunarlausu óhófi og stjórnlausri neyslu. Munum hvað við erum heppin og tökum smá stund til að vera þakklát með það sem við höfum.“

Geir í hlutverki sínu sem sagnamaður

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -