Þriðjudagur 25. júní, 2024
7.1 C
Reykjavik

Nicola Sturgeon: „Mjög líklegt“ að útgöngubann verði framlengt í Skotlandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, sagði á daglegum upplýsingafundi sínum um aðgerðir gegn kórónuveirufaraldrinum í hádeginu í dag að þótt „raunverulegur og mikilsverður árangur“ hefði náðst í því að hefta útbreiðslu veirunnar í Skotlandi væri smithlutfallið enn of hátt til að aflétta útgöngubanni, sem staðið hefur síðan 23. mars, í landinu. Útgöngubannið á að endurmeta þann 7. maí og þótt margir hafi eflaust vonast til að því yrði þá aflétt, að minnsta kosti að hluta til, kemur yfirlýsing ráðherrans fólki lítið á óvart.

Ingibjörg Rósa.

„Þetta kemur ekkert á óvart, mér fannst ótrúlegt að Bretland gæti byrjað að losa um hömlur í sömu viku og Ísland þar sem faraldurinn hér hefur verið sirka tveimur vikum á eftir Íslandi á kúrfunni,“ segir Ingibjörg Rósa Björnsdóttir blaðamaður, sem búsett er í Edinborg. „Og Nicola er jú vön að segja hlutina hreint út og á undan Boris Johnson, þannig að það lítur út fyrir að þetta sé veruleikinn sem blasi við okkur í einhverjar vikur til viðbótar. Vonandi ekki margar þó.“

Ingibjörg Rósa segir útgöngubannið og faraldurinn hafa sett stórt strik í reikning áætlana hennar fyrir þetta ár, hún hafi ætlað að nota árið til ferðalaga, en verst sé þó að hafa ekki getað heimsótt fjölskyldu sína á Íslandi.

„Ég ætlaði að leggjast í mikil ferðalög á þessu ári, nokkuð sem ég planaði í fyrra þegar ég var innilokuð vegna krabbameinsmeðferðar,“ útskýrir hún. „En nú er ég innilokuð vegna heimsfaraldurs og lítur ekki út fyrir að ég komist neitt á þessu ári, nema vonandi til Íslands til að heimsækja fjölskylduna. Mamma er nánast búin að vera í einangrun síðan í mars, svo mig langar að komast til hennar þegar verður ferð héðan og ekki lengur krafist tveggja vikna sóttkvíar.“

Fram kom á fundi fyrsta ráðherrans í hádeginu að fjöldi dauðsfalla af völdum Covid-19 í Skotlandi væri nú 1.576 dauðsföll, fjöldi þeirra sem hefði geinst með smit væri 12.226 manns og af þeim væru 1.720 á sjúkrahúsum, þar af 99 á gjörgæsludeildum.

Fyrsti ráðherrann upplýsti jafnframt að verið væri að vinna að áætlun um „prófa, rekja, einangra“ aðgerðir í Skotlandi og vonandi yrði hægt að hefja framkvæmd þeirrar áætlunar í lok maí. Það gæti leitt til þess að ýmsir yrðu aftur settir í útgöngubann. Ekki er því almennt búist við almennri afléttingu útgöngubannsins fyrr en í lok maí, í fyrsta lagi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -