Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Ný leðurblökuveira gerir sérfræðinga áhyggjufulla – „Geta fengið blæðandi hitasóttarútkomur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur lýst yfir áhyggjum vegna Margburg-veirunnar sem hefur náð útbreiðslu í Miðbaugs-Gíneu en auk þess hafa komið upp smit í Kamerún. Fréttablaðið geindi frá málinu í morgun og ræddi við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, smitsjúkdómalækni á sviði sóttvarna hjá Embætti landlæknis. Sagði hún sjúkdóminn náskyldan ebóluveirunni en talið er að sjúkdóminn megi rekja til leðurblaka. Eitt staðfest andlát er af völdum veirunnar en talið er að átta andlát til viðbótar megi rekja til þessa.

„Einkennin eru svipuð og í ebólu­smitum. Það geta verið flensulík einkenni, hiti, höfuðverkur, uppköst og niðurgangur. Þeir sem verða alvarlega veikir geta fengið alvarlegri tilvik, blæðandi hitasóttarútkomur,“ sagði Kamilla í samtali við Fréttablaðið. Þá sagði hún litla faraldra á afskettum stöðum áður hafa komið upp en tekist hafi verið að stöðva útbreiðslu með að loka landsvæðum. ,,Í dag eru ekki til neinar meðferðir eða bóluefni en á neyðarfundi WHO í vikunni voru mögulegir kandí­datar ræddir.“  Þá sagði hún stóran hluta  þeirra sem smitast verða veika en aðeins hluta veikjast alvarlega. „Um tíma var dánarhlutfall ebólu um 80 prósent, sennilega af því að vægari tilfellin greindust ekki,’’ segir hún en segir hún embættið ekki leggja áherslu á að fylgjast með þróuninni eins og er. Það yrði þó gert ef simt færu að breiðast víðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -