Mánudagur 22. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

„Hjalteyrarmálið þaggað niður þar sem um þjóðþekktan einstakling hafi verið að ræða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjar upplýsingar bárust Steinari Immanúel Sörenssyni í gær en er hann eitt Hjalteyrarbarnanna. Upplýsingarnar koma frá lögmanni og segir Steinar þær sláandi en um leið varpa ljósi á hvers vegna málið var þaggað niður.

Hafi einstaklingur borið að nokkru leyti ábyrgð á því að málið hafi ekki verið upplýst á sínum tíma og sé um þjóðþekktan einstakling að ræða. Segir Steinar upplýsingarnar mjög trúverðugar í samtali við Fréttablaðið.

„Þetta eru upplýsingar um að Hjalteyrarmálið hafi verið þaggað niður þar sem um þjóðþekktan einstakling hafi verið að ræða. Einstakling sem að nokkru leyti bar ábyrgð á að svo fór sem fór og að málið var ekki upplýst á sínum tíma. Mér brá mjög illa. Mig óraði aldrei fyrir að mögulega væri verið að halda hlífiskildi yfir opinberri persónu á kostnað okkar barnanna,“ sagði Steinar í viðtalinu.

Þá segist honum hafi brugðið mjög við upplýsingarnar þrátt fyrir að hafa grunað þetta í mörg ár eða frá því að hann hóf baráttu fyrir réttlæti í málinu. Eru nú fjórtán ár síðan sú barátta hófst.

Er tímabilið sem Steinar vísar til þegar Vistheimilanefnd rannsakaði barnaheimili sem lauk með afar misjöfnum niðurstöðum. Í sumum tilfellum var niðurstaðan afsökunarbeiðni og sanngirnisbætur en ekkert var gert vegna barnaheimilisins á Hjalteyri.

Vill Steinar loforð frá nýjum dómsmálaráðherra um að málið verði ekki aftur látið hverfa sem hann segist fólk óttast að gerist aftur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -