Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Nýtt Ísland og nýjar valdablokkir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á árunum 2012 til 2018 átti sér stað mesta efnahagslega uppsveifla í Íslandssögunni. Hún var að grunni til sköpuð með fjármagnshöftum. Gjaldeyrir flæddi inn í landið, ekki síst frá erlendum ferðamönnum, en lítið sem ekkert úr landinu á sama tíma vegna hafta.

 

Peningarnir sem voru fastir innan hafta voru að uppistöðu í eigu lífeyrissjóða, fagfjárfesta á borð við tryggingafélaga og erlendra aðila sem höfðu annað hvort verið festir inni með haftauppsetningu eða valið að fjárfesta í kröfum á fallin íslensk fyrirtæki og banka með von um óðahagnað. Fjármunir þessara aðila flæddu því inn í íslenskar fjárfestingar.

Þegar höftunum var lyft, sem gerðist að stærstu leyti vorið 2017, gátu fagfjárfestarnir farið með fjármuni sína í annarskonar fjárfestingar. Það hafa þeir margir hverjir gert. Lífeyrissjóðir landsins hafa verið að taka fjármuni úr virkri stýringu hjá verðbréfasjóðum til að fjárfesta meira erlendis og erlendu fjárfestingasjóðirnir hafa minnkað nær allar stöður sínar nema í Marel og Arion banka. Lítill sem enginn áhugi virðist vera erlendis frá á mikilli fjárfestingu hérlendis, eins og sást ljóslega þegar bindiskylda var lækkuð niður í núll fyrr á þessu ári, aðgerð sem var til þess fallinn að reyna að örva erlenda fjárfestingu. Síðan að það var gert hefur erlend fjárfesting verið minni en hún var á sama tíma í fyrra. Þetta er hið nýja Ísland.

Eftir stendur markaður sem þarf þá virkilega á nýju blóði að halda en virðist í erfiðleikum með að trekkja að nýja fjárfestingu. Hér innanlands er hins vegar að finna ansi kröftugar fjárfestingablokkir einkafjárfesta sem hafa verið að láta á sér kræla í fjárfestingum í atvinnulífinu. Og hafa getu til að gera enn meira.

Lestu um hverjar valdablokkirnar eru í nýjasta Mannlífi og á vef Kjarnans.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -