Föstudagur 12. apríl, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ófrísk kona rekin úr draumastarfinu á skrifstofu KSÍ: Þau vildu ekki konu með lítið barn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunn­ý Gunn­laugs­dótt­ir var rekin frá KSÍ árið 2016.Hún var þá ófrísk og gengin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. „Þett­a var sann­ar­leg­a draum­a­starf­ið mitt. Ég hafð­i líka starf­að hjá Stjörn­unn­i áður en mark­mið­ið mitt var allt­af að kom­ast inn hjá KSÍ og þeg­ar ég var kom­in inn hélt ég bara að ég mynd­i vera þarn­a til æv­i­lok­a,“ seg­ir Gunn­ý við Fréttablaðið í dag.

Fyr­ir upp­sögn­inn­i,voru að hennar sögn, fundn­ar ýms­ar á­stæð­ur og týnd til byrj­end­a­mis­tök sem flest­ir upp­lif­a í nýju starf­i en að und­ir­tónn­inn hafi allt­af ver­ið sá að þett­a starf hent­að­i ekki konu með lít­ið barn.

Gunn­ý lýsir því við Fréttablaðið hvernig um­ræð­a síð­ust­u daga um mál­efn­i inn­an knatt­spyrn­u­sam­bands­ins hafi vak­ið með henn­i erf­ið­ar til­finn­ing­ar. Svo hafi hún ein­fald­leg­a byrj­að að há­grát­a yfir við­tal­i í Kast­ljós­i við Við­ar Hall­dórs­son og Hönn­u Björg­u Vil­hjálms­dótt­ur þar sem fjall­að var með­al ann­ars um karl­a­menn­ing­un­a inn­an fót­bolt­ans og knatt­spyrn­u­sam­bands­ins.

Gunný Vilhjálmsdóttir.
Skjáskot: Fréttablaðið.

„Ég byrj­a að vola fyr­ir fram­an sjón­varp­ið,“ seg­ir Gunn­ý og þá hafi hún gert séð grein fyr­ir því að það sem var að angr­a hana hafi ver­ið að það hafi ver­ið brot­ið á henn­i inn­an sam­bands­ins og hún hafi ekki get­að brugð­ist við því á þeim tíma, en vilji gera það núna.

Draumastarfið hjá KSÍ

 

Gunný starfaði við „lands­liðs­mál“ voru mörg verk­efn­i. Stærst­a verk­efn­ið var að sjá um alla lands­leik­i A-lands­liðs kvenn­a að sögn Gunn­ýj­ar. Þetta hafði verið draumastarf, segir hún við Fréttablaðið.

- Auglýsing -

KSÍ hefur undanfarið orðið uppvíst að þöggun varðandi siðleysi og kynferðisbrot leikmanna sinna. Kvenfyrirlitning hefur verið hluti af kúltúrnum. Guðni Bergsson, formaður sambandsins og öll stjórnin hafa sagt af sér. Styrktaraðilar eru á flótta og umræðan um KSÍ hefur aldrei verið eins slæm.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -