Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Ógnandi gengi herjar á ReyCup-krakka með eggjakasti og skemmdaverkum: „Mikil ókyrrð meðal keppenda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölment gengi hefur herjað á unga fótboltaiðkendur á íþróttamótinu ReyCup í Laugardal. Gengið hefur setið um Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla, þar sem keppendur dvelja, með eggjakasti og skemmdaverkum. Ungir krakkar mótsins hafa meðal annars orðið fyrir eggjaskothríðinni.

Frá þessu greinir framkvæmdastjóri mótsins, Gunnhildur Ásmundsdóttir, inni í hverfishópi íbúa Laugarneshverfis og biður alla um að vera á varðbergi gagnvart hinu fjölmenna gengi. Við skulum gefa Gunnhildi orðið:

„Upp hefur komið virkilega slæm og leiðinleg staða á ReyCup í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla. Síðustu tvö kvöld hefur 10 manna gengi setið um skólana frá klukkan 22:00-24:00. Þetta gengi er á bíl og er skipulagt í sinni starfsemi. Þetta eru einstaklingar á aldrinu 18-20 ára og hafa þeir eyðilagt marga hluti. Þeir eru að kasta eggjum inn í skólana og í þá. Eggin eru að lenda á ferðatöskum, dýnum og fötum keppenda. Það versta er að börnin hafa einnig orðið fyrir þessari eggjaskothríð,“ segir Gunnhildur.

Framkvæmdastjórinn segir að lögreglu hafi verið tilkynnt um árásirnar og myndbandsupptökur hafi nú þegar verið afhentar lögreglu. Gunnhildur segir hina ungu keppendur óttaslegna. „Við viljum biðla til ykkar kæru nágrannar að leggjast á árar með okkur að fylgjast með í ykkar nágrenni og tilkynna strax til lögreglu ef þið sjáið til þessara aðila að „störfum“. Það ríkir mikil ókyrrð meðal keppenda og foreldra þar sem hópurinn er ógnandi og er þetta því orðið að lögreglumál. Þetta er að eiga sér stað á daginn og á kvöldin. Ef þið verðið vör við eða vitni af einhverju slíku næstu daga viljum við biðja ykkur um að hringja beint í lögregluna, hún veit af málinu og er að fylgjast með þessum skólum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -