Miðvikudagur 17. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Ógnvænlegt ástand farsóttahúsa: „Það er náttúrulega komin þreyta í mannskapinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gylfi Þór Þorsteinsson segir að ástandið sé mjög erfitt en farsóttahúsin tvö eru orðin full en það er illa hægt að opna það þriðja vegna skorts á starfsfólki. Opna átti þriðja húsið í dag. Rúv greindi fyrst frá.

Sárvantar fólk í vinnu

Í einangrun eru nú 130 manns sem dreifast á farsóttahúsin tvö. Opna á það þriðja þar sem Hótel Barón er til húsa. Gylfi Þór segir að staðan sé verulega þung vegna manneklu en þau eru með allar klær úti að reyna að ná í starfsfólk og er auglýst meðal annars á Alfreð eftir fólki til starfa. Gylfi segir að farið sé að hökta í kerfunum hjá þeim vegna gríðarlegs álags og það eina sem hægt er að viðhafa í stöðunni sem upp er komin er að reyna að hugsa eins vel og þeim er unnt um fólkið sem nú þegar dvelur í farsóttahúsunum tveimur.

Hrikalegt ástand

Gylfi segir að róðurinn eigi bara eftir að þyngjast næstu daga en ástandið hér á landi er verulega svart og smitum fjölgar ört dag frá degi. Hann segir að þau séu í raun og veru einungis sjö sem starfa við að sinna 130 manns. „Það er náttúrulega komin þreyta í mannskapinn. Þetta er búið að taka okkur núna á annað ár, að berjast við þetta“ segir Gylfi í samtali við RÚV.

Eru stjórnvöld steinsofandi ?

- Auglýsing -

Ljóst er að ekki hefur verið hugað að mikilvægustu starfseminni á landinu sem á að taka við öllu fólki í einangrun, þegar ríkisstjórnin tók ákvörðun um hvað skildi gera, vegna þess svarta ástands sem nú er komið upp í Íslandi. Það er gjörsamlega út í hött að ekki hafi verið hugað að því hvernig farsóttahús væru í stakk búin til þess að taka við öllum þeim smituðu sem hrúgast inn dag eftir dag. Að sjö manns séu um það að sinna 130 manns er firra. Starfsfólkið er orðið mjög þreytt enda verið að berjast eins og Gylfi Þór segir í á annað ár og álagið gríðarlegt.

Mannlíf hvetur fólk sem vantar vinnu eða vill leggja Gylfa Þór og hans fólki lið að sækja um hér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -